The London School of English

blog-msk_LSE(London)

London School of English
LSE er elsti málaskóli á Bretlandseyjum, stofnaður árið 1912. Þetta er góður skóli fyrir fólk gerir kröfur og vill ná árangri í að bæta tungumálakunnátu sína. Holland Park er nútímalegt þjálfunarsetur, vel staðsett í London. Flestir nemar eru á aldrinum 20-35 ára og koma víða að úr heiminum. Fyrri part dags er lögð áhersla á að efla almenna málakunnáttu, en síðdegis er lögð áhersla á að þjálfa mismunandi svið að vali hvers og eins. T.d. viðskiptaensku, framburðaræfingar, málfræði, eða almenna tjáningu. Áherslan er lögð á að læra á praktískan hátt. Ekki er kennt eftir hádegi á miðvikudögum svo hægt sé að njóta þess sem London hefur upp á að bjóða.

Akademísk enska

Undirbúningur fyrir háskólanám.  Áhersla skrift, lestur, hlustun og talað mál. Reglubundin próf til að þjálfa fólk við að vinna undir álagi. Heimavinna og endurgjöf. Fjöldi í hóp 12. Tvær vikur. 24 tímar á viku (24×60 min.). Sjá nánar á vef skólans:

Almenn enska (General English)

Námskeiðslýsing: Fjöldi í hóp er hámark 12 manns. Lágmarksalddur 18 ár, meðalaldur 29 ára. Námskeið byrja á mánudögum og eru lágmark tvær vikur. Námskeiðið er 22 tímar á viku og stendur frá 09:15-15.45, nema miðvikudaga 09:15-12:45.

Fyrir hádegi er unnið með almenna kunnáttu í ensku, en síðdegis er hægt að þjálfa sérstakar áherslur að eigin vali. Hverju skilar námskeiðið? Þú talar nákvæmar, bætir málfræði, eykur orðaforða og átt auðveldara að eiga samskipti á ensku

Hér fyrir neðan eru nánari upplýsingar:

ALMENN NÁMSKEIР    ALMENNT PLÚS     GISTING

Við aðstoðum við umsókn og val á námskeiði.

Lingo er vottaður samstarfsaðili The London School of English á Íslandi. Við byggjum starf okkar á þekkingu og reynslu, leggjum áherslu á persónulega þjónustu og leitumst við að finna málanám við hæfi hvers og eins.

Til þess að geta aðstoðað þig sem best er gott að hafa neðangreind atriði í huga.:

  • 🗣 Tungumál
  • 🗺Staðsetning skóla
  • 📖Tegund námskeiðs
  • 📅Tíma og lengd námskeiðs
  • 🎓 Hvað viltu fá út úr náminu?
  • 🖋Sérstakar áherslur
  • 🛏Tegund gistingar
  • 💡 Annað

Nánari upplýsingar á vef The London School of English

Hafðu samband við aðstoðum þig með ánægju