MET Film School – Berlin
MET Film School hóf starfsemi í London fyrir um tíu árum og í framhaldi af góðu gengi var ákveðið að opna einnig skóla í Berlín. MET Film School Berlin fylgir sömu stefnu og skólinn í London, sem byggir á því að bjóða krefjandi og hagnýtt kvikmyndanám, sem kennt er af fagmönnum og innan vébanda starfandi kvikmyndavers. Kennslan fer að mestu fram á ensku og í takt við þann ramma sem settur er af University of West London.
MET Film School Berlin er staðsettur hjá Berliner Union-Film GmbH and Co Studio KG sem er eitt af elstu kvikmyndaverum Evrópu og á sér sögu frá fjórða áratug síðustu aldar (tímum Weimar Lýðsveldisins). Staðsetningin gerir nemum kleift að fá reynslu beint frá fyrstu hendi þar sem kennslan fer fram í stúdíó sem starfrækt er í miðri Berlínarborg. Aðstaðan hjá BUFA er öll fyrsta flokks sem gefur nemum ákjósanlega möguleika, og ekki síður hitt að njóta reynslu starfandi fagmanna.
Námsleiðir í boði hjá MET Film School Berlin;
BA(Hons) Kvikmyndagerð (Practical Filmmaking)
Er tveggja ára krefjandi kvikmyndanám (sex annir). Á námstímanum færðu víðtæka reynslu og þjálfun í hugmyndavinnu, handritsgerð, leikstjórn, framleiðslu og klippingu. Þú færð tækifæri til að þróa aukinn skilning á kvikmyndasögu, þróun og stíl sem og skilning og hæfni til að taka þátt í nútíma kvikmyndagerð.
Hér er tengill á námslýsingu: Kvikmyndagerð (Practical Filmmaking)
BA(Hons) Leiklist (Sceen Acting).
Er tveggja ára krefjandi kvikmyndanám (sex annir). Á námstímanum færðu verklega þjálfun í leiklist fyrir skjá og faglega þjálfun sem endurspeglast í sex meginsviðum; saga og handrit, karkatersköpun og framkomu, leikaðferðir og tækni, hegðun við myndavél, viðskipti og að koma þér á framfæri. Þú færð tækifæri til að þróa stíl, skilning og færni til að taka þátt í nútíma kvikmyndagerð.
Hér er tengill á námslýsingu; Leiklist (Sceen Acting)
Mastersnám
Met Film School býður fjórar leiðir í meistaranámi. Kennsla er í höndum reyndra fagmanna, auk þekktra gestalesara, sem starfa á sviði skapandi greina. Námið er vottað af þýskum yfirvöldum. Kennt er á ensku í samræmi við vottun námsins hjá University of West London. Námið byggist upp á fyrirlesturm, vinnustofum, æfingum og verkefnavinnu. Einnig stunda nemar rannsóknir og skrif. Stuðningur frá kennurum er 1:1. Námið byggist á því að veita nemum færni á að bera hugmyndalega og tæknilega ábyrgð á leikstjórn sem hæfir stöðu hans í sögulegu, menningarlegu og iðnvæddu samhengi.
Hér fyrir neðan eru tenglar inn á nánari lýsingu:
Cinematography (Kvikmyndataka) • Directing (Leikstjórn) • Documentary & Factual (Heimildarmyndir) • Screenwriting (Handritsgerð)
Hversvegna ættir þú að velja MET Film School Berlin?
- Kennarar eru starfandi fagmenn
- Meirihluti nema finnur starf innan kvikmynda- eða sjónvarpsiðnaðarins
- Nemar skrifa, leikstýra og klippa sínar eigin myndir.
- Öll námskeið eru kennd á ensku.
- Aðgangur að nýjustu tækni og góðri aðstöðu
- Alþjóðlegir nemar mega vinna fjóra tíma aukalega á dag, meðan á námi stendur.
- “Masterklasses” og vinnustofur eru haldnar reglubundið.
- Einstaklingsmiðuð kennsla
- Þjálfun í grundvallar fagmennsku, svo sem áætlanagerð, fjárhagsáætlunum, samningaviðræðum og viðtalstækni.
Hvernig finn ég húsnæði í Berlín? Sjá nánar: • Hvernig er að vera nemi í Berlín? Sjá nánar: • Nemendablogg. Sjá nánar: