Met Film School – London

blog-entry_MET-London
Met Film School var stofnaður árið 2003 og er leiðandi kvikmyndaskóli á Bretlandseyjum. MET býður Meistarnám (MA) á sviði leikstjórnar, handritsgerðar, framleiðslu, eftirvinnslu og kvikmyndatöku. Skólinn býður einnig tveggja / þriggja ára Bakkalárnám (BA-Hons, sex annir) í hagnýtri kvikmyndagerð “Practical Filmmaking” og kvikmyndatöku ”Film & Digital Cinematography”. Um 250 nemar sem koma víða að úr heimnum stunda nám við skólann hverju sinni. Hægt er að hefja nám í október og febrúar

Met Film School er áhugaverður staður ekki síst fyrir staðsetninguna í London og einnig í BerlinEn MET er ekki aðeins skóli, því hann er staðsettur í hinu þekkta kvikmyndaveri Ealing Studios og er einnig hluti af kvikmyndafyrirtækinu Met Film Production, sem þróar og framleiðir nokkrar kvikmyndir á ári og Met Film Post, sem er leiðandi fyrirtæki í hljóð- og eftirvinnslu. MET Film School er þannig samþættur kvikmyndaiðnaðinum.

Námsleiðir í boði í viðurkenndu námi:

BA (Hons) Practical Filmmaking:  (Two Years / Three Years)
Þetta nám er krefjandi kvikmyndanám (sex annir). Nemar geta valið úr einingum innan áfanga. Í lok námsins útskrifastu annað hvort með BA í hagnýtri kvikmyndagerð, eða með BA í kvikmyndatöku,  Á námstímanum muntu öðlast víðtæka reynslu og þjálfun í hugmyndavinnu, handritsgerð, leikstjórn, framleiðslu og klippingu. Þú færð tækifæri til að þróa aukinn skilning á kvikmyndasögu, þróun og stíl sem og skilning og hæfni til að taka þátt í nútíma kvikmyndagerð. Fá pláss eru í boði í hverjum árgangi. Tengill á námslýsingu (2 ára nám)•  Tengill á námslýsingu (3 ára nám)

BA(Hons) nám í London; Einnig er í boði nám í leiklist Screen Acting (2 ár) og nýmiðlun Content, Media & Film Production (3 ár)

Mastersnám
Met Film School býður ýmsar leiðir í meistaranámi. Kennsla er í höndum reyndra fagmanna, auk þekktra gestalesara, sem starfa á sviði skapandi greina. Námsleiðum er skipt í sex 20 eininga lotur og lýkur með 60 eininga meistaraverkefni.

Eftirvinnsla  •  Framleiðsla og viðskipti  •  Handritsgerð  •  Leikstjórn  •  Kvikmyndataka  •  Sjónvarpsframleiðsla

Hagnýt reynsla
Á flestum námsleiðum skrifa, framleiða, klippa og stjórna nemar sínum eigin verkefnum og þróa djúpa þekkingu á aðalatriðum kvikmyndagerðar og kvikmyndatækni, sem og faglega þjálfun. Nemar njóta þess að stunda nám undir handleiðslu starfandi kvikmyndagerðarmanna og hafa einnig aðgang að fyrsta flokks aðstöðu og tækjabúnaði. Hér er tengill á Show Reel

Undirbúningur fyrir starfsferil
Hjá MET er lögð áhersla á góða kennslu og leiðbeiningar til að undirbúa fólk undir framtíðarstörf í kvikmyndaiðnaðinum, en í víðara samhengi, með því að gefa innsýn í stafræna umhverfið á sviði netsins, snallsíma og háskerpusjónvarps. Árlega er fjöldi starfa auglýstur eingöngu til nema hjá MET Film School og skólinn er hreykinn af góðum árangri útskriftarnema sinna.

Við aðstoðum þig við umsóknarferlið.

Lingo er vottaður samstarfsaðili Met Film School – London á Íslandi. Starfsfólk Lingo veitir allar nauðsynlegar upplýsingar, leiðbeinir um námsval, útvegar umsóknargögn og aðstoðar við umsóknarferlið.

Eftirtalin gögn þurfa að fylgja umsókn:

  • 📝 Umsóknarblað
  • 📨 Hvatabréf
  • 📜 CV – ferilsskrá
  • 🎓 Staðfest gögn um námsferil.
  • Umsagnir / meðmæli.
  • 🛂 Ljósrit af vegabréfi
  • 🌄 Portfólío.
  • 📷 2-4 passamyndir

Hafðu samband við aðstoðum þig með ánægju