Nova Scotia College of Art & Design

blog-entry_NSCAD(2)
NSCAD University, sem var stofnaður árið 1896 er einn elsti sjálfstæði listaháskóli Kanada og leiðandi mennta- og rannsóknarstofnun á sviði myndmenntar í Norður Ameríku.

NSCAD University býður nám á fimm fræðasviðum á grunnháskólastigi: Handverk (Craft) • Hönnun (Design) • Listir (Fine Art) • Listasaga (Historical and Critical Studies) • Miðlun (Media Arts) og á tveim sviðum í Mastersnámi; Hönnun (Design) og Listum (Fine Art)

Eitt af því sem einkennir NSCAD University er hið eilífa samband þess gamla og nýja. Skólinn hefur aðsetur í miðborg Halifax sem einkennist af gömlum byggingum frá Viktoríutímanum í bland við nútímalegar byggingar.

Að loknu undirbúningsnámi á fyrsta ári (sambærilegt við síðustu tvö ár í fjölbraut hér á landi) færast nemar smám saman inn á ákveðnar brautir til að tileinka sér sérfræðiþekkingu í listum, handverki, hönnun, listasögu eða miðlun.

Áhersla skólans liggur á einstaklingsmiðað nám sem byggir á gagnrýnni nálgun og í góðu jafnvægi milli akademískra sjónarmiða og sérfræðiþekkingar á stúdíóvinnu og könnunar á viðfangsefnum myndmenntanna.

Hér er tengill inn á vef skólans.
Upplýsingar um; Listasaga (Art history)  |  Hönnun (Design)  |  Listir (Fine Arts)  |  Fjölmiðlun (Media Arts)  |  Krossmiðlun (Interdisciplinary)

NSCAD heldur vel utan um skapandi samskipti listamanna, hönnuða, kennara og almennings og tekur ábyrgð á jafnt nærumhverfi sínu sem hinu alþjóðlega. Útskriftarnemar skólans halda inn á áhugaverðar brautir og hafa margir hverjir náð góðum árangri á sínu sviði. Samtímis því sem skólinn fylgist með því sem er að gerast á nýrri öld og  kannar nýjar brautir og nýja tækni, viðheldur hann lista og hönnunarhefðum sem skapast hafa gegnum tíðina. Með nýjum fjárfestingum í tækjum og búnaði stefnir NSCAD University á að vera leiðandi skóli í Kanada á sviði myndmenntar (Visual Arts). Nýir og breyttir tímar eru framundan á sviði skapandi greina og NSCAD ætlar sér að vera þar í fremstu röð.

Leiðarljós NSCAD University

Skapandi greinar; Hnattrænn markaður er drifinn áfram af því að fólk skiptist á hugmyndum. NSCAD nálgast menntun með því að hvetja til jafnvægis á milli uppbyggingar og viðbragða, tengja saman hagnýta menntun og skapandi hugsun.

Frumkvæði; NSCAD hefur menntað frumkvöðla í 120 ár og meirihluti nema eru sjálfstætt starfandi í viðskiptum.

Hugvitssemi; Sem hugmyndarík útungunarvél er USCAD mikilvægur tengiliður í þróun á nýjum vörum og þjónustu.

Skuldbinding; Sterkustu samfélögin eru þau sem sinna umræðum og hverja til gagnrýnnar hugsunar. Sem alþjóðlega leiðandi akademískur skóli í listum, handverki og hönnun hefur NSCAD boðið BA og MA nám lengur en nokkur önnur stofnun í Kanada.

Við aðstoðum þig við umsóknarferlið.

Lingo er vottaður samstarfsaðili Nova Scotia College of Art & Design á Íslandi. Starfsfólk Lingo veitir allar nauðsynlegar upplýsingar, leiðbeinir um námsval, útvegar umsóknargögn og aðstoðar við umsóknarferlið.

Eftirtalin gögn þurfa að fylgja umsókn:

  • 📝 Umsóknarblað
  • 📨 Hvatabréf
  • 📜 CV – ferilsskrá
  • 🎓 Staðfest gögn um námsferil.
  • Umsagnir / meðmæli.
  • 🛂 Ljósrit af vegabréfi
  • 🌄 Portfólío.
  • 📷 2-4 passamyndir

Nánari upplýsingar á vef Nova Scotia College of Art & Design

Hafðu samband við aðstoðum þig með ánægju