NABA – Nuova Accademia di Belle Arti

blog-entry_naba(3)

Hvað gerir skóla einstakan?

NABA (Nuova Accademia di Belle Arti) er stærsti einkarekni fagháskóli Ítalíu og hefur verið vottaður af ítölskum yfirvöldum frá árinu 1980 (MIUR). Skólinn beitir þverfaglegri nálgun við kennslu og hefur í rúm 30 ár þróað þær aðferðir sem beitt er og byggjast á samþættingu kennslu, tilraunum, raunverkefnum og vinnustofum með fyrirtækjum.
NABA hefur í áratugi verið í nánu samstarfi við ítölsk og alþjóðleg fyrirtæki og þannig fá nemar nauðsynlega aðstoð og tækifæri til að þjálfa gagnrýna hugsun og leysa verkefni fagmannlega.
Staðsetning skólans í Milanó á Ítalíu, sem er miðstöð tísku og hönnunar á heimsvísu og í Róm höfuðborg Ítalíu, hjálpar einnig nemum að þroskast og þróast með þátttöku í fjölmörgum alþjóðlegum viðburðum sem þar eru haldnir. Húsnæði skólans og aðstaða er eins og best gerist, enda sérhannað utan um starfsemina.
NABA er alþjóðlegur skóli þar sem 2.000 nemar koma frá 60 þjóðlöndum. þannig skapast sérstakt umhverfi sem eykur gæði námsins og gefur nemum ómetanlega reynslu.
Kennarar og leiðbeinendur eru þekktir starfandi fagmenn hver á sínu sviði og nemar fá góða þjálfun við að leysa raunveruleg verkefni.

Skólinn býður fjölmargar námsleiðir á ensku í þriggja ára BA námi og tveggja ára MA námi; Grafíska hönnun • Vöruhönnun • Innanhússhönnun • Fatahönnun og textíl • Markaðssamskipti •  Stafrænni miðlun • Samtímalist og sýningastjórn. Einnig bjóðast námsleiðir í eins árs akademísku MA námi; Auglýsingafræði • Ljósmyndun og hönnun • Samtímalist (markaðsfræði og stjórnun).

Hér fyrir neðan eru tenglar inn á vef skólans:

BA nám á ensku (3 ár)

Comics and Visual Storytelling Design (Product Design / Interior Design) Graphic Design & Art Direction (Brand Design / Creative Direction / Visual Design) • Creative Technologies (VFX and 3D Design • Game)   Fashion Design (Fashion Design / Fashion Design Management / Fashion Styling and Communication) Film and Animation (Filmmaking  • Animation• Painting and Visual Arts (Listnám) Set Design (Theatre & Opera • Media & Events).

Mastersnám (eins árs nám)

Arts & Ecology  • Contemporary Art Markets • Creative Advertising Fashion Digital Marketing Fashion Law – Blended • New Urban Design Photography & Visual Design • Screenwriting for Series • Sustainable Innovation Communication

Mastersnám (Tveggja ára nám)

Creative Media Production • Fashion & Costume Design Fashion Design Interior Design Product a & Service Design Social Design Textile Design User Experience Design Visual Arts & Curitorial Studies Virtual Design & Integrated Marketing Communication

Orðspor NABA sem eins af bestu skólum á sínu sviði í Evrópu er margstaðfest af ýmsum óháðum aðilum. Sem dæmi má nefna; “Masterclass Frame Guide to the World’s 30 Leading Graduate Schools in Fashion Design and Product Design” sem og í “Domus Magazine Top 100 schools of Architecture and Design in Europe”. Skólinn er einnig vottaður af “MIUR” (ítalska menntamálaráðuneytinu).

“Accomodation”. NABA er í samstarfi við valin húsaleigufyrirtæki og einkaaðila og aðstoðar þig við leit að húsnæði í Mílanó. Ýmsir valkostir eru í boði. Strax eftir að þú hefur greitt skráningargjald við innritun geturðu skráð þig inn á sérstaka vefsíðu og valið húsnæði við hæfi. Sjá nánar:

Við aðstoðum þig við umsóknarferlið.

Lingo er vottaður samstarfsaðili NABA – Nuova Accademia di Belle Arti á Íslandi. Starfsfólk Lingo veitir allar nauðsynlegar upplýsingar, leiðbeinir um námsval, útvegar umsóknargögn og aðstoðar við umsóknarferlið.

Eftirtalin gögn þurfa að fylgja umsókn:

  • 📝 Umsóknarblað
  • 📨 Hvatabréf
  • 📜 CV – ferilsskrá
  • 🎓 Staðfest gögn um námsferil.
  • Umsagnir / meðmæli.
  • 🛂 Ljósrit af vegabréfi
  • 🌄 Portfólío.
  • 📷 2-4 passamyndir

Hafðu samband við aðstoðum þig með ánægju