Richard Lewis Communications

blog-msk_RLC

Richard Lewis Communications var stofnað árið 1971 af Richard Lewis og býður sérsniðnar lausnir á sviði tungumála og menningarlæsis með það að markmiði að gera fólk og fyrirtæki hæfari til starfa í alþjóðlegu umhverfi.
 Helsti styrkleiki Richard Lewis er víðtæk þekking á menningarskiptum (Cross-Culture).

Meðal viðskiptavina eru fjölmörg þekkt alþjóðleg fyrirtæki, ráðuneyti, viðskiptaskólar, stjórnendaráðgjafar og einstaklingar.
 Þjálfunin byggist á einstaklingskennslu, en einnig er boðið að taka þátt í hópvinnu, þegar það hentar óskum um sérstaka þjálfun, til dæmis á sviði funda, kynninga eða samningaviðræðna. Sjá nánar:

Riversdown house er þjálfunarsetur á herragarði í nágrenni Winchester og aðeins 1 klst. akstursfjarlægð frá Heathrow. Riversdown er staður með sögu (frá 14. öld), en allt húsnæði og aðbúnaður hefur verið færður til nútímahorfs.

Fjöldi þátttakenda hverju sinni er takmarkaður við 12-16 manns hverju sinni.

Hér getur að líta nokkrar umsagnir.

Við aðstoðum við umsókn og val á námskeiði.

Lingo er vottaður samstarfsaðili Richard Lewis Communications á Íslandi. Við byggjum starf okkar á þekkingu og reynslu, leggjum áherslu á persónulega þjónustu og leitumst við að finna málanám við hæfi hvers og eins.

Til þess að geta aðstoðað þig sem best er gott að hafa neðangreind atriði í huga.:

  • 🗣 Tungumál
  • 🗺Staðsetning skóla
  • 📖Tegund námskeiðs
  • 📅Tíma og lengd námskeiðs
  • 🎓 Hvað viltu fá út úr náminu?
  • 🖋Sérstakar áherslur
  • 🛏Tegund gistingar
  • 💡 Annað

Hafðu samband við aðstoðum þig með ánægju