Torquay International School

blog-msk-Tis

Torquay International School

TIS hefur allt frá stofnun árið 1972 verið leiðandi í almennri enskukennslu sem og kennslu fyrir sérfræðinga og stjórnendur. TIS er málaskóli sem leggur áherslu á persónulega þjónustu í þægilegu umhverfi, með það að markmiði að veita hágæða kennslu, þar sem allir geta náð hámarks árangri.

TIS býður úrval námskeiða fyrir almenna starfsmenn, sérfræðinga og námsmenn sem vilja bæta enskukunnáttu sína.
 Skólinn hefur á að skipa úrvals kennurum með mikla og víðtæka reynslu og hafa flestir þeirra unnið hjá skólanum í áratugi. Til viðbótar sérhæfðri menntun sem enskukennarar fyrir útlendinga, hafa margir þeirra einnig persónulega reynslu og menntun í ýmsum greinum viðskipta. Þetta eykur hæfni þeirra til að veita hverjum og einum sérhæfða ráðgjöf á ólíkum sviðum og veitir innsýn og skilning á því sem brennur á áhugasömum þátttakendum.

Hér fyrir neðan eru nánari upplýsingar um námskeiðin á vef skólans:

ALMENNT NÁMSKEIР    ENSKA 30 PLÚS     50+ DISCOVER     FJÖLSKYLDUNÁMSKEIР 
GISTING    
UM TORQUAY

Torquay er fallegur 60.000 manna strandbær á Suð-vesturströnd Englands. Náttúrufegurð Devon héraðs er rómuð, óendanlegar hvítar sandstendur, fallegar sveitir og lítil sjávarþorp. Ferðatími milli Hethrow flugvallar og Torquay er 3,5 klst. Trip Advisor hefur tilnefnt Torquay sem einn af top tíu áfangastöðum Bretlandseyja.

Við aðstoðum við umsókn og val á námskeiði.

Lingo er vottaður samstarfsaðili Torquay International School á Íslandi. Við byggjum starf okkar á þekkingu og reynslu, leggjum áherslu á persónulega þjónustu og leitumst við að finna málanám við hæfi hvers og eins.

Til þess að geta aðstoðað þig sem best er gott að hafa neðangreind atriði í huga.:

  • 🗣 Tungumál
  • 🗺Staðsetning skóla
  • 📖Tegund námskeiðs
  • 📅Tíma og lengd námskeiðs
  • 🎓 Hvað viltu fá út úr náminu?
  • 🖋Sérstakar áherslur
  • 🛏Tegund gistingar
  • 💡 Annað

Hafðu samband við aðstoðum þig með ánægju