about-us(1)

Tungumál og menntun erlendis.

Lingó-Málamiðlun býður lausnir sem auðvelda einstaklingum og fyrirtækjum að taka þátt í alþjóðlegu samfélagi. Sérstaða okkar felst í mikilli þekkingu og reynslu á sviði erlendra samskipta og tengslum við ólíka menningarheima.
Lingó er umboðsaðili á Íslandi fyrir viðurkennda alþjóðlega fagháskóla á sviði skapandi greina, sem og virt fræðslusetur á sviði tungumálaþjálfunar og menningarskipta. Erlendir samstarfsaðilar eru um 35 talsins í 10 þjóðlöndum og allir viðurkenndir fyrir úrvals þjónustu hver á sínu sviði. Við hjá Lingó leggjum áherslu á persónulega þjónustu og markmið okkar er að gera betur en búast mátti við

Nám og námskeið í boði.

Fjöldi námsleiða við alþjóðlega fagháskóla, á sviði skapandi greina – og sérsniðin tungumálanámskeið fyrir stjórnendur, sérfræðinga, háskólanema og annað vinnandi fólk.

Lingó-Málamiðlun var stofnað í ársbyrjun 2004 og er rekið sem deild innan Essemm, kt. 551283-0629.

Essemm var stofnað árið 1983 sem auglýsingastofa og markaðsráðgjöf og starfaði sem slík um 15 ára skeið. Á þeim tíma vann Essemm með fjölmörgum islenskum fyrirtækjum og stofnunum að stefnumótun í markaðssamskiptum og framleiðslu kynningarefnis. Essemm starfaði einnig í Svíþjóð við gerð sjónvarpsauglýsinga og heimildarmynda fyrir Norrænan markað á árunum 1990-1998. Frá árinu 1996 er Essemm einstaklingsfyrirtæki, sem í samvinnu við hæfustu fagmenn á hverju sviði, tekur að sér skilgreind hönnunar- og markaðsverkefni og leitast við að ná árangri við úrlausn þeirra.