Hér að neðan má finna umsagnir nokkurra nema um Lingó um reynslu þeirra af námi erlendis.
Sæl Þrúða,
Það gengur bara rosa vel, var að fá einkunn úr fyrsta áfanganum í dag og fékk hæstu einkunn fyrir búninginn minn og vinnubók sem er bara frábært.
Skólinn er frábær og kennararnir æði. Ég elska Bournemouth, æðislegt að vera nálægt ströndinni.
Kveðja, Auður
Gaman að heyra frá ykkur!
Mastersnámsárin í Glasgow voru að öllu leiti ógleymanleg, krefjandi, inspírerandi, gefandi og yndisleg.
Glasgow á sérstakan stað í hjartanu mínu og ég hef heimsótt borgina reglulega frá því ég flutti heim. Ég hugsa einnig hlýtt til GSA enda var upplifun mín af náminu og skólanum mjög jákvæð.
Í dag vinn ég hjá Pálmari Kristmundssyni á PKdM og er nóg að gera! Hver hefði trúað því árið 2009 þegar ég var fyrst að sækja um arkitektúrnám.
Kveðjur, Björg
Ég segi bara allt gott var að flytja inní nýtt húsnæði sem breytir öllu fyrir mig. Mér finnst skólinn alveg þokkalegur en var dáldið óskipulag á köflum og ég átti í smá vandræðum bið kerfið þeirra en ég þurfti bara tíma og þolinmæði.
En ég náði öllu á fyrstu önninni minni og er feiki glaður með árangurinn. Að vera hérna í byrjun gat reynst afar erfitt á tímum veirunnar en ég komst í gegnum erfiða kaflann.
Ég er himinglaður að hafa fengið þetta tækifæri og takk fyrir alla hjálpina Þrúða.
Sæl.
Gengur bara mjög vel! Það er frekar rólegt núna í kringum páskafrí, en það fer örugglega allt á fullt mjög fljótlega.
Þetta er búið að vera mjög krefjandi og skemmtilegt og ótrúlega fljótt að líða. Erum búin að læra heilan helling á þessum mánuðum hérna úti. Fáum auðvitað öll heimþrá af og til, en það er bara svoleiðis.
Það eru farnir að koma veðursælir dagar inn á milli þar sem við getum bara lært í almenningsgarðinum og setið úti á kaffihúsum, en þess á milli eru líka kaldir dagar.
Það eru alltaf reglulega gestir í heimsókn hjá okkur (þar sem við búum fjögur saman, ég, Aron, Sandra og Júlía) og það er ótrúlega skemmtilegt. Einnig erum við mjög dugleg að hittast hópur af námsmönnum hér í Milano 🙂
Kveðja, Auður Katrín
Sæl Þrúða,
Takk kærlega fyrir alla hjálpina og stuðninginn! Það er alveg ómetanlegt að hafa einhvern svona til að svara manni öllu, sérstaklega á íslensku. Ég fylgist með þessu inni á UAL Portal.
Ég flýg til London á mánudaginn næsta og verð í sóttkví þar í tvær vikur áður en skólinn byrjar svo 19 okt, þannig það er bara allt klárt fyrir þetta.
Enn og aftur takk fyrir allt, verðum í bandi með framhaldið!
Kær kveðja, Lára Margrét
London College of Communications – BA (Hons) Graphic & Media Design
Sæl.
Þetta gengur bara ótrúlega vel, og mér lýst bara betur og betur á bæði námið og borgina. Það vantar þó ekkert uppá álagið í þessu námi, en samt jákvætt álag.
Sæl Þrúða.
Langaði enn og aftur til þess að þakka þér og ykkur hjá Lingó fyrir þjónustu ykkar og aðstoð við umsókn mína í meistaranám erlendis.
Um daginn var ég með Snapchat aðgang sem heitir Íslendingar í útlöndum og gengur þannig fyrir sig að þrjá daga í röð er einhver Íslendingur, einhvers staðar í heiminum, sem segir frá lífi sínu í tilteknu landi, og svarar spurningum.
Margir spurðu mig um skólann minn og hvernig hefði gengið að sækja um. Ég undantekningalaust mælti með ykkur og ykkar þjónustu. Yfir 2.000 Íslendingar fylgdust með og margir voru mjög áhugasamir. Svo sem smá þakklætisvottur þá vona ég að það sé í lagi að ég hafi vakið athygli á ykkur 🙂 Langaði bara að láta þig vita.
Hæ Þrúða
„Langaði bara að senda þér smá línu, Það er búið að ganga mjög vel í skólanum, kennararnir mjög ánægðir með mig. Öll verkefni hafa gengið rosalega vel, og ég gæti ekki verið ánægðari!.
Þakka þér enn og aftur fyrir allt
Bestu kveðjur,
Sæl Þrúða,
Ég vinn hjá Marketing fyrirtæki sem heitir Exposure sem Junior Account Executive. Fyrirtækið er einnig í NY og Paris líka, rosalega gaman og krefjandi starf.
Allt rosa gott að frétta af mér. Gaman að sjá að þið eruð að bjóða uppá þetta (Námskynning Lingo), rosalega mikilvægt fyrir námsmenn sem vilja fara út að fá að vita hvað þau eru að fara úti. Hefði komið sér vel fyrir mig. London College of Fashion skólinn var rosalega fínn, lærði rosalega mikið og gaman að geta unnið með stórum fyrirrækjum eins og John Lewis og Ted Baker.
Bestu kveðjur, Tania
Sæl
Heyrðu skólinn er alveg frábær, bekkjarfélagarnir eru alveg æðislegir, kennararnir eru líka mjög góðir. Þetta er allt mjög flott er alveg himinn lifandi með þetta, borgin er líka mjög góð.
Gaman að heyra í þér við verðum í bandi.
Kær kveðja,
Sæl Þrúda mín
Nú er allt ad klarast her uti og er tetta buid sd vera yndislegt ár 🙂
Bestu kvedjur, Íris Arna
Íris Arna er að ljúka námi í MA Brand Management and Communication
Allt í góðu!
Ég er rosalega ánægður. Nóg að gera eins og má búast við. Kennararnir eru skemmtilegir og góðir og nemendurnir líka.
Borgin og landið er mjög notalegt. Satt að segja finnst mér Torino ekki vera eins og restin af Italíu. Það er svo mikill iðnaður hérna að þú sleppir við alla túristana.
Sæl Þrúða
Takk kærlega fyrir alla aðstoðina sem þú hefur veitt mér í þessu ferli. Ég væri klárlega ekki á leiðinni til Nýja Sjálands á morgun ef ekki væri fyrir þína hjálp. 🙂 Ég mun hiklaust mæla með Lingo og get með sanni sagt að þið veitið framúrskarandi þjónustu. Takk fyrir mig.
Ég mun vera í bandi og leyfa ykkur að fylgjast með náminu o.s.f.
Bestu kveðjur, Eva
Sæl Þrúða;
Við vildum bara láta þig vita að allt gekk að óskum varðandi spænskuskólann í Nerja.
Getum við hiklaust mælt með þessum skóla, mikil gæði og vel hugsað um nemendur. Fyrir fólk á okkar aldri var íbúðin sem við fengum mjög fín en ýmsir aðrir gistikostir og væntanlega ódýrari voru í boði.
Við getum vel hugsað okkur að fara aftur, bestu þakkir fyrir aðstoðina.
Með bestu kveðju,
Sæl,
Takk kærlega fyrir flottan dag þarna á laugardaginn 🙂 Mjög gaman að fá að sjá þetta allt saman og rosalega vel heppnaður dagur!
En ég ætlaði bara að athuga hvort það væri komið á hreint með portfolio. Hvort að ég þyrfti að senda inn eitthvað showreel eða þannig fyrir Global Media Practice?
Sæl og blessuð.
Ég er núna kominn heim til íslands og verð hér yfir jólin.
Ég útkskrifaðist frá BU í November og náði meiri að segja að útskrifast með “Distinction”. Eftir það hófst mikil pappirs vinna til að skrá mig löglega sem Paramedic hjá Health and Care Proffesions Counsil. Það gekk upp og er ég því orðin full gildur bráðatæknir og mér hefur núna verið boðið vinna hjá London Ambulance Service þar sem ég mun hefja starf þar í Janúar.
Ég vildi bara þakka þér kærlega fyrir alla hjálpina og óska þér gleðilegra hátiðar.
Kv. Tómas
Sæl.
Gaman að heyra frá þér aftur.
Eftir mikla umhugsun er ég búin að ákveða að sækja um fyrir haustið 2016.
Mætti ég hafa samband þegar líður á árið og fá tilsögn með umsóknina og hvatabréfið?
Það er með ólíkindum hvað það hjálpar að hafa svona tengilið. Ef ekki væri fyrir það hefðu mér sennilega fallist hendur að fara í gegnum svona umsóknarferli og lagt þennan draum á hilluna. Þið eigið hrós skilið fyrir þetta! Ég vildi bara koma því fram.
Með kærri kveðju, Telma
Sæl
Ég kom á háskóla kynningar á ykkar vegum núna í vor og AUB var með bás og mér leist mjög vel á skólann, en nokkrar vinkonur mínar fengu aðstoð frá ykkur til að sækja um skóla og mældu eindregið með ykkur.
Kveðja , Kristrún
Sæl.
Afsakaðu hvað ég hef verið lengi að svara, tölvupósturinn þinn týndist í þeim aragrúa sem ég fæ. Haha.
En mér líkar mjög vel í LIPA og Liverpool, svo vel að það er alls ekki víst að við fjölskyldan komum strax heim eftir útskrift.
Ég hef ótrúlega mikið að gera, ekki bara innan skólans heldur líka utan hans í tónlistarbransanum.