about-us(4)

Nám erlendis

býður upp á að öðlast nýja reynslu, sem endist lengi, hvort sem þú hefur áhuga á því að víkka sjóndeildarhringinn, læra nýtt tungumál og kynnast nýju fólki, eða bæta ferilskrána og möguleika þína fyrir framtíðar atvinnuleit. Gagnsemi þess að sækja menntun til útlanda er ekki síst sú að fólk öðlast ákveðna viðsýni og umburðarlyndi, sem þekking á öðrum mennningarheimi og fólkinu sem þar lifir gefur manni. Hér fyrir neðan eru nokkar spurningar og svör sem gætu verið áhugaverðar fyrir þig.

Lingó er samstarfsaðili fjölda heimsþekktra alþjóðlega fagháskóla og málaskóla, sem eiga það sameiginlegt að vera í fremstu röð á sínu sviði. Við erum fulltrúi skólanna á Íslandi og hlutverk okkar er að aðstoða íslenska nema við að finna nám við hæfi og aðstoða þá við umsóknarferlið. Hvort sem þig dreymir um að stunda nám í hönnun, listum, fjölmiðlun, tísku, tungumálum, stjórnun, eða viðskiptum þá höfum við hjá Lingó nám sem hentar þér. Aðstoð okkar kostar ekkert.

Ef þú sækir um skóla erlendis sem er í samstarfi við Lingó, þá aðstoðum við þig við umsóknarferlið og leiðbeinum varðandi umsókn, ferilskrá, hvatabréf, möppu og önnur gögn sem þurfa að fylgja. aðstoð okkar kostar ekkert.

Hér fyrir neðan eru þau skref sem þarf að taka gegnum umsóknarferlið. Við mælum með að þú sækir um háskólanám eigi síðar en fjórum mánuðum áður en námið hefst. Námsráðgjöfin kostar ekkert.

  1. Fundur þar sem farið er yfir allar þær spurningar sem þú ert með sem og þau gögn sem leggja þarf fram með umsókn. Við bjóðum tvo fundi án gjalds.
  2. Við aðstoðum þig (ef þú óskar) með að velja skóla og námsleið.
  3. Þú fyllir út umsóknina, býrð til portfólío, hvatabréf, CV og útvegar önnur gögn sem þurfa að fylgja. Síðan sendir þú okkur gögnin, eða kemur með þau á skrifstofu okkar.
  4. Við sjáum um að senda gögnin til skólans og þau uppfylli þær kröfur sem gerðar eru.
  5. Þegar umsókn þín hefur verið samþykkt hefur þú tvær til fjórar vikur til að samþykkja hana.
  6. Á þessum tímapunkti er einnig gott að huga að því að bóka flug og athuga með nauðsynlegar tryggingar.
  7. Við gefum þér einnig upplýsingar um aðra nema sem eru að hefja nám samtímis þér.
  1. Undirritað umsóknarblað frá viðkomandi skóla
  2. Hvatabréf (Motivation letter/Personal statement)
  3. Ferilsskrá (CV)
  4. Staðfest gögn á ensku um námsferil
  5. Umsagnir/meðmæli á ensku
  6. Ljósmynd/Skann af vegabréfi – tvær til þrjár fyrstu opnurnar
  7. Sýnismappa (Portfolio)
  8. 2-4 passamyndir
  9. Staðfesting á enskukunnáttu
  10. Ef sótt er í um í nám þar sem ekki er gerð krafa um Portfolio er oft beðið um stutta heimildaritgerð ( Written Portfolio)

Það geta verið mismunandi umsóknarkröfur fyrir einstakt nám, til dæmis varðandi sýnismöppu, ritgerð, prófskírteini og önnur gögn sem þurfa að fylgja umsókn. Nánari upplýsingar eru að finna á vef skólans og hjá fulltrúa Lingó.

Lingó er vottaður samstarfsaðili á Íslandi fyrir eftirtalda skóla og aðstoðar við umsóknarferli:

    1. Camberwell College of Arts – England
    2. Central Saint Martins – England
    3. Chelsea College of Arts – England
    4. London College of Communication – England
    5. London College of Fashion – England
    6. Wimbledon College of Arts – England
    7. Met Film School – England og Þýskaland
    8. British & Irish Modern Music Institute – England, Írland og Þýskaland
    9. Arts University Bournemouth – England
    10. Bournemouth University – England
    11. The Liverpool Institute for Performing Arts – England
    12. Glasgow School of Art – Skotland
    13. Leeds Arts University – England
    14. Falmouth University – England
    15. Macromedia University of Applied Sciences – Þýskaland
    16. Atelier Cardon Savard – Þýskaland
    17. Cours Florent – Þýskaland
    18. Istituto Europeo di Design – Ítalía og Spánn
    19. EU Business School – Barcelona
    20. (NABA) Nuova Accademia di Belle Arti Milano – Ítalía
    21. Domus Academy – Milanó, Ítalía
    22. Florence University of Art, Ítalía
    23. Lorenzo de’ Medici – Flórens, Ítalía
    24. Griffith University, Queensland College of Art – Ástralía

Til að flokkast sem “Early Applicant” í Breska háskóla þarf að sækja um fyrir 31. janúar. Mappa er ekki send út samhliða umsókn, en hver og einn skóli kallar eftir henni þegar farið er að vinna úr umsóknum og viðkomandi nemi telst álitlegur.
Í öðrum Evrópulöndum er umsóknarfrestur fyrir erlenda nema yfirleitt 4-8 mánuðir fyrir námsbyrjun, en “International” nemum eins og íslenskir nemar flokkast, er þó ráðlagt að sækja um fyrr en síðar.
Engu að síður er opið fyrir umsóknir fram á mitt sumar, að því gefnu að laus pláss séu fyrir hendi. Stærð hópa er takmörkuð við 20-25 nema í bekk – þannig að fyrstur kemur fyrstur fær.

Universities and Colleges admissions Service (UCAS) er stofnun sem ekki er rekin í hagnaðarskyni og sér um umsóknir til háskóla á Bretlandseyjum. UCAS er rafræn gátt og starfar í umboði skólanna sem tengiliður við umsækjendur.

Lingó í Reykjavík er vottaður UCAS Advisor Centre og aðstoðar væntanlega nema við umsóknarferlið og fylgir eftir umsókn til skóla.

UCAS umsókn.
Þar sem umsóknir til flestra háskóla á Bretlandseyjum fara í gegnum UCAS kerfið er mælt með að umsókn sé send fyrir 25. janúar.
Íslendingar eru flokkaðir sem alþjóðlegir “Interntional” nemar og geta því sótt um fram á haust, að því gefnu að laust pláss sé í námið.
Umsóknir sem berast eftir 25. janúar eru flokkaðar sem “Late Applicants” og yfirleitt ekki meðhöndlaðar fyrr en í byrjun mars og fram í lok apríl, þegar búið er að svara þeim sem sóttu um fyrr. Það er betra að sækja um fyrr en seinna, svo umsóknin þín komist að sem fyrst. Ekki hika við að hafa samband og við leiðbeinum þér með ánægju.

Svarið er einfalt JÁ: Þú borgar nákvæmlega sama verð.
Hins vegar bjóðum við ókeypis ráðgjöf og aðstoðum þig við umsóknina. Við höfum margra ára reynslu af samskiptum við erlend fyrirtæki og skóla og aðstoðum þig einnig við að finna málanám áður en þú hefur nám (ef það á við).

Test of English as a Foreign Language er tungumálapróf til að meta enskukunnáttu þeirra sem hafa ensku ekki að móðurmáli. TOEFL IBT er viðurkennt um allan heim. Prófið er hægt að taka rafrænt gegnum vefinn Skráning hér; eða hjá hjá Promennt í Reykjavík. Það tekur fjóra til fjóra og hálfan tíma og skiptist í fjóra hluta: Lesskilningur • Hlustun • Talmál • Ritmál. Hægt er að bóka TOEFL æfingaprógram.

IELTS Academic er viðurkennt víða og er algengasta prófið fyrir Breska háskóla. Taka þarf prófið erlendis. Próftími er 2:45 mín. Lesskilningur • Hlustun • Talmál • Ritmál. Þar sem IELTS er ekki í boði á Íslandi samþykkja flestir samstarfsskóla Lingó TOEFL IBT sem er tekið hjá Prómennt í Reykjavík og Language Cert International ESOL sem er hægt að taka hvort heldur er í prófamiðstöð erlendis eða rafrænt á netinu.

Foundation nemar sem ætla í Breska háskóla geta ekki tekið TOEFL og þurfa að taka próf erlendis; PTE Academic UKVI, IELTS Academic UKVI, Trinity ISE, Language Cert International ESOL SELT.

Grunnháskóla- og meistaranemar sem ætla í Breska háskóla geta tekið eftirfarandi próf; IELTS Academic, PTE Academic, Cambridge Exams, Language Cert International ESOL, Trinity ISE, TOEFL IBT.

Þeir sem hafa einkunn 7 eða hærra í ensku, á Stúdentsprófi þurfa í flestum tilvikum, ekki að taka önnur próf. (Ath. Stúdentsprófið má ekki vera eldra en tveggja-þriggja ára). Nánari upplýsingar hjá Lingó.

TOEFL tungumálapróf.
Hægt er að taka TOEFL prófið á  netinu; Skráning hér;

Einnig er hægt að taka prófið hjá Promennt Ehf. • Skeifan 11b • 108 Reykjavík • 519-7550, sem er Prófamiðstöð á Íslandi fyrir TOEFL.
Ekki er tekið við greiðslum og pöntunum hjá Promennt. Slíkt þarf að fara fram á TOEFL-vefsíðunni ets.org/toefl Sjá einnig á Promennt.is
Skráning í próf: Það getur virst flókið að skrá sig í TOEFL próf við fyrstu sýn, en örvæntið ekki og fylgið leiðbeiningum. Passa sig að gera ekkert annað í tölvunni á meðan þú ert inni á TOEFL-síðunni, því hún skráir þig út um leið og þú ferð að gera eitthvað annað.

Íslenskir nemar þurfa ekki vegabréfsáritun til að stunda nám í Evrópu, en þeir þurfa að skrá sig inn í landið þegar út er komið. Á Bretlandseyjum þurfa nemar hins vegar að sækja um áritun ef ferðast er til landsins eftir 1. janúar 2021. Ef nám er lengra en sex mánuðir þarf að greiða Immigration Health Surcharge (IHS) gjald samhliða umsókn um “Student Visa”.

Evrópskt sjúkratryggingarkort – Sjúkratryggingar Íslands.
Námsmaður sem á lögheimili hér á landi og dvelst erlendis við nám í EES löndum er áfram tryggður meðan á námi stendur.

“Námsmenn erlendis, utan Norðurlandanna, geta haldið lögheimili sínu hér á landi meðan á námi stendur og  þar með rétti sínum til almannatrygginga. Námsmenn og fjölskyldur þeirra eiga rétt á læknishjálp þar ef þörf krefur hjá hinu opinbera heilbrigðiskerfi viðkomandi lands í samræmi við EES reglurnar um almannatryggingar. Til að tryggja sér rétt til aðstoðar ef þörf krefur hjá heilbrigðiskerfi hins opinbera í EES landi þarf að framvísa evrópska sjúkratryggingakortinu.”

Kynntu þér reglur varðandi Evrópska sjúkratryggingakortið hér og fáðu kortið sent til þín í pósti þér að kostnaðarlausu.

Frá og með 1. janúar 2021 gilda reglur EES um frjálsa för fólks ekki lengur um Bretlandseyjar. Íslendingar sem flytja þangað eftir það þurfa því að sækja um vegabréfsáritun. Frekari upplýsingar og tenglar inn á leiðbeiningar frá breskum stjórnvöldum er að finna á vefsíðu UKCISA (Student Route Visa)

Til að eiga rétt á námsmannaáritun “Student Route Visa” verður þú að sýna fram á eftirfarandi:

  • Að þú ert með tilboð án skilyrða (Unconditional) frá viðurkenndum háskóla.
  • Þegar þú sækir um vegabréfsáritun fyrir námsmenn þarftu að gefa upp tilvísunarnúmerið (reference number) þitt með staðfestingu á samþykki fyrir inngöngu í nám (CAS), sem skólinn þinn veitir.
  • Að þú sért að stunda nám sem leiðir til viðurkenndrar menntunar.
  • Að þú hafir viðeigandi menntun og hæfi sem þarf til að taka þátt í náminu.
  • Að þú ætlir í raun að stunda nám á Bretlandseyjum.
  • Að þú getir framfleytt þér fjárhagslega meðan á námi stendur. (Íslenskir nemar þurfa EKKI að leggja fram slíkt vottorð, en sé þess óskað nægir að leggja fram lánsútreikning, á ensku frá Menntsjóði námsmanna).
  • Að þú getir talað, lesið, skrifað og skilið ensku á fullnægjandi hátt fyrir það námsstig sem þú ætlar að stunda.

Til viðbótar við þetta þarf að sýna fram á eftirfarandi, ef þú ert yngri en 18 ára:

  • Sönnun á samþykki foreldra eða annarra forráðamanna og tengsl þeirra við þig
  • Viðeigandi stuðningur sé til staðar fyrir þig á Bretlandseyjum.

EES (EEA) ríkisborgarar sem nýta sér innflytjenda auðkenni: (ID check App) fá vegabréfsáritun sína staðfesta í formi stafræns auðkennis, sem, hægt er að deila með þeim sem þurfa að athuga vegabréfsáritunarstöðu þína.

Gjöld
“Student Visa” námsmannaáritun sem sótt er um utan Bretlandseyja kostar £490 (c.a. 87.000 kr.). Einnig þarf að greiða “Immigration Health Surcharge”. Ef nám er lengra en sex mánuðir þarf að greiða IHS gjald samhliða umsókn um “Student Visa”. Þetta gefur þér aðgang að heilbrigðiskerfinu á sama hátt og breskum ríkisborgurum. Gjaldið er £776 fyrir hvert námsár, að viðbættum 4 mánuðum (Post Study Leave). Greiða þarf fyrirfram fyrir allan námstímann. Sjá nánar;

Tryggingar
Frá með gildistöku samnings 01.01.2024 gilda íslensk evrópsk sjúkratryggingakort vegna heilbrigðisþjónustu í Bretlandi, að því gefnu að nemar séu ekki að vinna með námi. Framvísa þarf Evrópska sjúkratryggingakortinu, þegar leitað er lækninga.

Nánari upplýsingar on GOV website aimed at EU/EEA students.

“Confirmation of Acceptance for Studies” (CAS)
Áður en sótt er um vegabréfsáritun sem nemi á Bretlandseyjum þarft þú að sækja um CAS númer, til þess háskóla sem þú hyggst stunda nám hjá. CAS er síðan gefið út af “Home Office”. CAS er kóði (eða strikamerki) sem inniheldur upplýsingar um námsleið, menntun og hæfi, fræðilega framvindu, tungumálakunnáttu og námsgjöld.

Háskólinn sækir um CAS númer hjá stjórnvöldum “UK Visas & Immigration” og staðfestir að þú hafir fengið “Unconditional Offer”. Þegar þessi skilyrði hafa verið uppfyllt getur þú hlaðið niður CAS eyðublaði og skilað því til skólans. Miðað er við að unnið sé úr beiðnum innan 5 virkra daga. “UK Visas & Immigration” gefur síðan út númerið og sendir til skólans. Þú getur beðið um CAS allt að sex mánuðum fyrir námsbyrjun, en flestir háskólar byrja ekki að gefa það út fyrr en þremur mánuðum fyrir námsbyrjun, eða í byrjun júlí.

Þegar CAS hefur verið gefið út færðu sendan kóða með tölvupósti, sem er notaður til að staðfesta vegabréfsáritunarumsókn þína og allar upplýsingar sem skólinn hefur deilt með breskum yfirvöldum, svo sem upphafs- og lokadagsetningu náms. Í tölvupóstinum eru einnig nánari upplýsingar um hvernig þú notar CAS í umsókn um vegabréfsáritun. Mælt er með að þú farir vel yfir að allar upplýsingar séu rétta áður en þú sækir um áritun. Innanríkisráðuneytið gerir ráð fyrir að upplýsingar sem þú gefur í umsókn um vegabréfsáritun passi við upplýsingar sem eru á CAS kóða þínum. Cas er aðeins hægt að nota einu sinni.

Hér fyrir neðan eru hlekkir með nánari upplýsingum.

Arts University Bournemouth
When the requirements are met, please download and complete our CAS Request Form  and return it to CAS@aub.ac.uk with the required documents.

University of the Arts London
Help with your CAS: If you’re applying for a new course at UAL, please contact the Admissions team via your application portal or email ual.internationalapply@arts.ac.uk

Bournemouth University
The CAS statements are e-mailed to the applicants. The number is also noted on their myHub record.

Hér er einnig hlekkur á upplýsingabækling; “The UK‘s points-based immigration system. An introduction for Students from EU & EEA (EES). Sjá nánar 

Conditional Offer segir til um að umsóknin þín sé enn opin, það er að það vantar einhver gögn. Það getur verið formleg staðfesting á enskukunáttu þinni, eða prófskírteini úr skóla sem þú ert að ljúka eða laukst núna í vor. Ef svo er þá þarft þú að fá staðfestingu frá skóla á ensku og afhenda okkur við fyrsta tækifæri. Ef staðfestingu á enskukunnáttu vantar, eða ef hún er ekki fullnægjandi, þarf að leggja fram TOEFL próf.

Unconditional Offer þýðir að þú hefur lagt fram öll nauðsynleg gögn og sért fullgildur nemi þegar þú hefur samþykkt Offer og greitt deposit og tuiton gjöldin.

Þeir skólar sem Lingó er í samstarfi við uppfylla skilyrði um lánshæfi hjá Menntasjóði Námsmanna. Kynntu þér vel útlánareglur og fylgstu með fréttum á vef sjóðsins Athugaðu að þú þarft að senda þeim bankakvittanir þínar fyrir greiðslu námsgjalda “Deposit” og síðan “Tuition”, ásamt staðfestingu frá skóla um skólavist.
Þeir sem ljúka prófgráðu á tilsettum tíma eiga nú rétt á námsstyrk sem lækkar höfuðstól lánsins um 30% eftir að námi lýkur.

Greiða þarf Enrollment Fee eða Deposit þegar umsókn nema hefur verið samþykkt af skólanum. (Í Englandi er algengt að þessi upphæð sé GBP 2,000 en á Ítalíu og Spáni EUR 2,500-3,500). Tuition Fees sem er síðari hluti námsgjaldanna fyrir fyrsta skólaárið þarf síðan að greiða u.þ.b. 6 vikum áður en nám hefst (ágúst-sept). Flestir skólar sem Lingó er í samstarfi við bjóða upp á að Tuition Fees séu greidd í tvennu lagi (haust / vorönn).

Starfsmenntasjóðir/Styrkir
Flest stéttarfélög eru með starfsmennasjóði og veita félagsmönnum sínum styrki til sí- og endurmenntunar. Hafðu samband við stéttarfélagið þitt og leitaðu upplýsinga um þá styrki sem eru í boði. Þó svo þú hafir eingöngu unnið með skóla getur þú samt sem áður átt rétt á styrk. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

Já þú getur það, en umsókn verður ekki fullgild fyrr en þú leggur fram prófskírteini.

Ef þú hyggst ekki ljúka stúdentsprófi þá er í boði við flesta skóla sem við störfum með 2-3 ára “Diploma” nám eða “Foundation” nám. Í sjálfu sér er lítill munur á 3 ára DIP námi og 3 ára BA námi hvað starfsmöguleika varðar. Hins vegar getur það í vissum tilvikum haft áhrif á möguleika á mastersnámi.

Grunnháskólanám til Diploma gráðu er 1-3 ára nám, en Bachelor gráða tekur 3 ár í Evrópu (4 ár í Skotlandi og á Spáni). Hvert námsár er 60 ECTS einingar (120 UK einingar). Umsóknarfrestir í Evrópu fyrir „alþjóðlega nema“ er til loka ágúst í Englandi og Skotlandi, en til loka september á Ítalíu og Spáni. Við mælum samt með að sótt sé um mun fyrr, þar sem sú regla gildir – að fyrstur kemur fyrstur fær – og takmarkaður fjöldi er í hverjum hóp.
Aðgangskrafan í BA nám er stúdentspróf, en auk þess getur þurft lágmarkseiningar í einstökum fögum. Í Diplomanámi er ekki krafist stúdentsprófs. Samhliða umsókn þarf oft að taka tungumálapróf og svo þarf að leggja fram gott “Portfolío“, eða “Motivation Letter”.