about-us(3)

Stjórnendur & eigendur

Arnþrúður Jónsdóttir, Sölu- & þjónustustjóri | thruda@lingo.is

Arnþrúður Jónsdóttir vann hjá Útlendingaeftirlitinu í Reykjavík um árabil áður en hún hóf störf hjá Flugleiðum (nú Icelandair) þar sem hún starfaði um tíu ára skeið á flugrekstrarsviði.

Árið 1990 stofnaði hún Vistaskipti & Nám, fyrirtæki sem sérhæfði sig í menningarskiptum fyrir ungt fólk, og rak það um 12 ára skeið. Hún hefur því haldgóða þekkingu og reynslu af alþjóðlegu starfi og hefur setið í stjórn og verið í nefndum á vegum alþjóðlegra samtaka á þessu sviði. Einnig sá hún í 8 ár um umsóknir og úthlutanir á Leonardo da Vinci styrkjum fyrir námsfólk og ungt fólk á vinnumarkaði.

Árið 1999 sinnti Arnþrúður um fjögurra mánaða skeið störfum framkvæmdastjóra hjá “American Institute for Foreign Study” í Höfðaborg í Suður Afríku. Ásamt fleirum stofnaði hún ferðaskrifstofuna Stúdentaferðir ehf. árið 2002 og starfaði þar í rúmt ár við uppbyggingu þess fyrirtækis. Hún er einn af stofnendum og starfsmaður Lingó frá 2004.

Sveinn Magnússon, framkvæmdastjóri | essemm@itn.is

Sveinn Magnússon hefur starfað við markaðsmál og auglýsingar frá árinu 1980 og hefur á þeim tíma unnið fyrir fjölmörg íslensk og erlend fyrirtæki.

Árið 1983 stofnaði Sveinn ESSEMM auglýsingar og markaðsráðgjöf sem lagði áherslu á markaðstengda þjónustu og starfaði það fyrirtæki í 15 ár á þeim grunni. Hann hefur einnig tekið þátt í verkefnum utan Íslands og starfaði sem meðeigandi og markaðsráðgjafi hjá Idé Film í Stokkhólmi við framleiðslu sjónvarpsauglýsinga og heimildarmyndafyrir norrænan markað frá 1991-1998. Sveinn vann að markaðsmálum hjá Vistaskiptum & Námi frá árinu 1996-2001 og Stúdentaferðum 2002–2003. Einn af stofnendum og starfsmaður Lingó frá 2004.

Frá árinu 1996 er Essemm einstaklingsfyrirtæki, sem í samvinnu við hæfustu fagmenn á hverju sviði leggur áherslu á að leysa skilgreind hönnunar- og markaðsverkefni og ná árangri við úrlausn þeirra.