Wimbledon School of English
Wimbledon School of English
WSE sem er einn af elstu og virtustu enskuskólum í Englandi er staðsettur miðsvæðis í Wimbledon hverfinu í vesturhluta London. Skólinn er í eigin húsnæði sem er glæsileg bygging frá Viktoríutímanum, með stórum og fallegum garði allt í kring.
Persónuleg þjónusta er einkenni skólans, kennslan er metnaðarfull og kröfur eru gerðar til hvers og eins nema þannig að námið nýtist sem best. Skólinn hefur margoft verið tilnefndur sem “Center of Excellence” af “British Council”. WSE er einnig viðurkennt prófsetur (Cambridge English og IELTS).
Málaskólinn í Wimbledon er enn í eigu sömu fjölskyldu og stofnaði skólann árið 1964.
General English – Intensive
Lengd námskeiða; ein vika eða lengur, 24+4 stundir á viku, hámark 14 nemar í bekk. Byggir á að bæta almenna enskukunnáttu sem og á sérsviði að vali. T.d. samskipti, málfræði, undirbúningur fyrir próf, akademísk enska.
Business English – Viðskiptaenska.
Lengd námskeiða; ein vika (24 kennslustundir). Þetta námskeið er ætlað sérfræðingum og fólki í viðskiptum. T.d. lögfræðienska, læknisfræðienska, eða viðskiptaenska.
Hér fyrir neðan eru nánari upplýsingar um skólann:
ALMENN NÁMSKEIÐ | ENSKA & ÁHUGASVIÐ | VIÐSKIPTAENSKA | GISTING
WSE LIVE (Hópkennsla) | LÖGFRÆÐIENSKA
Wimbledon Village er – bær í borg – þar sem finna má frægustu tennisvelli í heimi, kaffi- og veitingahús á hverju horni, verslanir, kvikmyndahús, leikhús að ógleymdum pöbbunum. Wimbledon er í góðri tenginu við stórborgina, en samt í nálægð við náttúruna.