Námskynning Lingó – háskólanám erlendis – 14. október 2023

Á námskynningu Lingó í Tjarnarbíó, gefst tækifæri til að hitta fulltrúa frá erlendum fagháskólum á sviði skapandi greina og kynna sér fjölbreytt úrval námsleiða. Allir velkomnir og ókeypis aðgangur.

Þetta er einstakt tækifæri til að kynna sér hvað er í boði og afla upplýsinga frá fyrstu hendi, enda margir kostir við að stunda nám erlendis, við skóla sem bjóða góða aðstöðu og kennslu undir stjórn reyndra fagmanna.

Fagháskólanám erlendis opnar einnig möguleika á að hitta „rétta“ fólkið og komast áfram á alþjóðlegum markaði. Fulltrúar frá 12 skólum á Englandi, Ítalíu og Spáni verða á staðnum, auk þess sem kynntir verða ýmsir aðrir námsmöguleikar.

Hvað gerir Lingó?
Lingó er samstarfsaðili fjölda heimsþekkra fagháskóla, sem eiga það sameiginlegt að vera í fremstu röð á sínu sviði. Við erum fulltrúi skólanna á Íslandi, aðstoðum nema við að finna nám við hæfi og leiðbeinum við umsóknarferlið. Í boði er nám í hönnun, miðlun, sjónlistum, sviðslistum, tísku, stjórnun, viðskiptum og fleiri greinum.  Sjá nánar:

KYNNINGAR Í SÝNINGARSAL

12:00-12:45
General talk about what is important when preparing an application and portfolio for “Creative Arts”.
• Wendy Anderson, Director of International Development, from University of the Arts London.

13:15-15:00 Fyrrum nemar segja frá reynslu sinni og verða einnig til viðtals á Tjarnarbar.

VIÐTALSBIL Á TJARNARBAR

13:00-16:00

Fulltrúar 12 skóla verða til viðtals; Maður á mann – Spurningar og svör.

Frá Englandi
Arts University Bournemouth • Leeds Art University • The Liverpool Institute for Performing Arts • Camberwell College of Arts • Central Saint Martins • Chelsea College of Arts • London College of Communications • London College of Fashion • Wimbledon College of Arts

Frá Ítalíu – Flórens, Mílano, Róm, Toríno
• IED – Istituto Europeo di DesignNABA – Milano • Domus Academy – Milano

Frá Spáni – Barcelona, Madrid
• EU Business School  • IED – Istituto Europeo di Design

Einnig verður kynning á námi hjá eftirtöldum skólum:
• Bournemouth University •  BIMM Music Institute – Berlín og London  • MET Film School – Berlín og London.

Meistarnám erlendis

news_ma_nam
Viltu víkka sjóndeildarhringinn, komast í samband við nemendur frá öðrum löndum og ekki síst kynnast nýrri menningu og tungumáli?

Með því að fara í meistaranám erlendis öðlast þú reynslu og myndar tengslanet, sem margir atvinnurekendur eru að leita að, bæði hér á landi og erlendis.

Að loknu meistaranámi getur þú einnig búist við verulegri launahækkun. Samkvæmt “CareerBliss” geta margir sem lokið hafa BA námi og taka síðan meistaranám til viðbótar, búist við allt að 15% í hækkun launa. Það hlýtur að teljast ágætis fjárfesting. Sjá nánar:

Lingó býður fjölmargar námsleiðir erlendis. Spurt og svarað;

Gerð sýnismöppu “Portfolio”

Portfolio_preparation
Prepairing a Portfolio

Þegar þú sækir um nám í fagháskóla, í hönnun, listum, ljósmyndun, myndskreytingu, tísku, eða grafískri miðlun er mjög líklegt að óskað sé eftir sýnisbók “portfolio” þar sem þú kynnir þau verk sem þú hefur unnið og tengjast námsumsókn.
Þar sem sýnismappa er oft mikilvægasti hluti umsóknar hafa nokkrir stjórnendur hjá University of the Arts London (UAL) svarað algengum spurningum um hvernig best sé að standa að gerð sýnismöppu.

What is a Portfolio?
Sýnismappa er sýnishorn (samansafn) af verkum sem sýna hvernig hæfileikar þínir og hugmyndir hafa þróast yfir ákveðinn tíma. Á möppunni sést hvernig hugmyndir þínar, persónulegir hæfileikar og skuldbindingar fara saman. Sýnismappa hjálpar okkur að meta möguleika þína sem nema. Þegar við metum sýnismöppu þá skiptir jafn miklu máli hvernig þú nálgast vinnuna eins og hver endanleg útkoma er.

How do I submit my Portfolio?
Þegar þú hefur sótt um nám sem krefst þess að lögð sé fram sýnismappa sem hluti af umsóknarferli, ert þú beðin(n) um að skila efninu rafrænt.
Ef hún er samþykkt, gætirðu einnig verið boðuð/boðaður í viðtal.
Nánari upplýsingar um skil á rafrænni sýnismöppu er að finna á vefsvæðinu https://www.arts.ac.uk undir “Apply” á svæði viðkomandi námsgreinar.

What should I include?
Í sýnisbók ættu að vera sýnishorn t.d. af athugunum (rannsóknum) og hvernig þú þróar hugmyndir þínar. Skissur og hvernig þær þróast, þar sem það sýnir okkur hvernig þú nálgast skapandi ferli. Einnig framtíðarhugmyndir, minnispunkta og jafnvel módel. Ekki fókusera of mikið á eina tegund verka, heldur reyna frekar að sýna fjölbreytileika.
Við höfum meiri áhuga á nýrri verkum en eldri, jafnvel þó þau séu ekki fullkláruð. Athuga samt að ekki þarf að sýna verk í aldursröð, heldur er betra að sýna bestu verkin fyrst.

Í rafrænni sýnismöppu er oft miðað við 20 myndir (blaðsíður).

Where can I find more Advice?
Skólar sem Lingó starfar með bjóða flestir námskeið í gerð sýnismöppu, en einnig er að finna leiðbeiningar á vefsvæðum skólanna. Til dæmis hér:

Portfolio advice  • What is a portfolioPortfolio guide Portfolio Guidelines • Entry Requirements