Alþjóðlegir Fagháskólar.

Nám erlendis í skapandi greinum. Nemum í alþjóðlegum fagháskólum gefst einstakt tækifæri til að kynnast suðupotti hugmynda, með stefnum og straumum víða að úr heiminum. Í boði er hagnýtt nám, sem sameinar frumkvæði, hugmyndir og tækni og er í góðum tengslum við alþjóðleg fyrirtæki á sviði skapandi greina.

Nemendur hafa aðgang að vel búnum rannsóknar- og vinnustofum og kennarar eru reyndir sérfræðingar á sínu sviði. Þeir sem stunda nám í alþjóðlegum fagskólum eiga einnig góða möguleika á að hitta „rétta“ fólkið og komast áfram á alþjóðlegum markaði.

Hér fyrir neðan eru upplýsingar um nokkra viðurkennda skóla sem við störfum með.

Arts University Bournemouth var stofnaður árið 1885 og nýtur almennrar viðurkenningar meðal þeirra sem starfa á sviði skapandi greina (Creative Industries).  AUB sérhæfir sig í hönnunar og listnámi. Kennarar skólans eru sérfræðingar á sínu sviði og áhersla er lögð á einstaklingsmiðað nám sem og hópavinnu. Skólinn er með góða tengingu við atvinnulífið  [Nánar]

BIMM Music Institute er leiðandi skóli á sviði hryntónlistar (Contemporary Music) á Bretlandseyjum með aðsetur í fimm borgum; London, Brighton, Manchester, Bristol og Dublin. Námið er á háskólastigi og kennarar skólans eru starfandi tónlistarmenn, sem hafa unnið með heimsþekktum listamönnum. Bimm rekur einnig skóla í Berlín og Hamborg í Þýskalandi. [ Nánar ]

Bournemouth University er alhliða háskóli, sem býður einnig nám í hönnun, margmiðlun og hönnunarverkfræði. Fjölmiðlaskólinn (The Media School) innan BU er einn af þeim stærstu í heimi og alþjóðlega viðurkenndur fyrir rannsóknir og kennsluaðferðir sínar. Skólinn er landssetur fyrir “National Centre for Computer Animation (NCCA)“ [Nánar]

Camberwell College of Arts býður nám á sviði lista, hönnunar og forvörslu. Í Camberwell er lögð áhersla á að nemar þrói sjálfstæða hugsun og hugmyndir gegnum samræðu við kennara skólans sem hafa mikla reynslu og tengsl innan skapandi greina. [Nánar].

Central Saint Martins er einn af leiðandi lista og hönnunarskólum á heimsvísu. Orðspor skólans byggir á þeim árangri, sem útskrifaðir nemar hafa náð á ferli sínum, en ekki síður hinum mikla drifkrafti sem býr í starfsfólki og nemendum skólans. Hjá CSM er lögð áhersla á vinnustofur til að samþætta hinar óliku skapandi greinar, bæði í rannsóknum og tækni. Nánar.

Chelsea College of Arts er einn virtasti lista- og hönnunarskóli Lundúna. Öll aðstaða hjá skólanum er eins og best gerist, andrúmið hvetur nema til að kanna nýjar hugmyndir og brjóta nýjar leiðir í listsköpun. Í náminu er lögð áhersla á hagnýta nálgun meðfram þeirri fræðilegu, en ekki síst er fagmennska drifkraftur í alllri nálgun. Nánar

EU Business School Barcelona býður gott, hagnýtt viðskiptanám og að auki öðlast nemar reynslu af að búa í hinu auðgandi umhverfi Barcelona borgar. Það er ýmisslegt sem mælir með því að stunda nám hjá EUBS. Til dæmis; tilraunakennd nálgun á kennslu, sem gefur nemum tækifæri til að tengjast við frumkvöðla borgarinnar og heimsækja fyrirtæki til að sjá hvernig hlutirnir gerast á eyrinni. Sjá nánar:

Istituto Europeo Di Design, einn virtasti hönnunarskóli Evrópu býður nám í Milanó, Flórens, Róm og Torínó; Hagnýtt nám, sem sameinar frumkvæði, hugmyndir og tækni. Ennfremur er byggt á að verkvit, skilningur og þekking sé metin út frá hagnýtum gildum. Samstarf við helstu fyrirtæki heims á sviði hönnunar er þungamiðja kennslustefnu skólans. [ Nánar ]

Istituto Europeo Di Design, einn virtasti hönnunarskóli Evrópu býður nám í Barcelona og Madrid; Hagnýtt nám, sem sameinar frumkvæði, hugmyndir og tækni. Ennfremur er byggt á að verkvit, skilningur og þekking sé metin út frá hagnýtum gildum. Samstarf við helstu fyrirtæki heims á sviði hönnunar er þungamiðja kennslustefnu skólans. [ Nánar ]

The Liverpool Institute for Performing Arts var stofnaður árið 1996 til að móta nýja nálgun í þjálfun fólks til starfa við sviðslistir. Skólinn var stofnaður af Mark Featherstone-Witty rektor skólans og Sir Paul McCartney tónlistarmanni. LIPA menntar og þjálfar fólk til starfa við sviðslistir, bæði þá sem koma fram og ekki síður hina sem gera viðburði mögulega. [ Nánar ]

London College of Communications er leiðandi skóli á heimsvísu í hönnunar- og fjölmiðlanámi. “Learning by doing”. Sem nemi hjá LCC færðu tækifæri til að vinna við raunverulegar kringumstæður og þróa hæfileika þína við góðar tæknilegar aðstæður. [ Nánar ]

London College of Fashion er talinn einn fremsti skóli á sínu sviði í Evrópu. LCF býr að ríkri hefð, en um leið sveigjanleika og aðlögun að nýjungum í tízkuheiminum. „Tízka til Framtiðar“ er hugsun sem er í hávegum höfð hjá LCF, sem og náin tengsl við hinn alþjóðlega tízkuheim. [ Nánar ]

Met Film School Berlin fylgir sömu stefnu og Met Film School í London, sem byggir á því að bjóða krefjandi og hagnýtt kvikmyndanám, sem kennt er af  fagmönnum og innan vébanda starfandi kvikmyndavers. Kennslan fer að mestu fram á ensku og er í takt við þann ramma sem settur er af University of West London. [ Nánar ]

Met Film School var stofnaður árið 2003 og er leiðandi kvikmyndaskóli á Bretlandseyjum. En MET er ekki aðeins skóli, því hann er staðsettur í hinu þekkta kvikmyndaveri Ealing Studios og er þannig samþættur kvikmyndaiðnaðinum. Met Film School rekur einnig skóla í Berlín í Þýskalandi. [ Nánar ]

Wimbledon College of Arts er “Total Performance School” hvar lögð er áhersla á að raungera hugmyndir gegnum hagnýta reynslu. Nemar fá góðan stuðning og þjálfun til að ná árangri í búninga- og sviðshönnun, leiklist og annarri tækni. [ Nánar ]

University of the Arts London (UAL) býður fjölbreytt nám á sviði hönnunar og lista og er einn af fimm stærstu háskólum sinnar tegundar í Evrópu. UAL er byggður upp af sex heimsþekktum lista- og hönnunarskólum, sem bjóða fjölmargar lengri og styttri námsleiðir á sviði hönnunar og lista, sjónlista, tísku, margmiðlunar, markaðssamskipta og sviðslista [Nánar]