Elfe – École de Langue Française – París

blog-msk-france.Elfe

Elfe – París

Málaskólinn ELFE var stofnaður árið 1984 og sérhæfir sig í námskeiðum fyrir háskólanema, stjórnendur og sérfræðinga sem vilja læra mikið á stuttum tíma. ELFE hefur á sér gott orð og fyrirtæki eins og ABB, Accentura, Siemens, Ericson ofl. nýta sér þjónustu skólans.
ELFE skólinn er í 19. aldar húsi miðsvæðis í París, á grænu svæði sem liggur vel við jarðlestartengingu (Place de Clichy). Boðið er upp á umhverfi sem er í senn nútímalegt, þægilegt og hvetjandi og kennara með mikla reynslu.

Þrjár tegundir námskeiða eru í boði:

Smáhópur (3-7 nemar) • Sérhæfð námskeið (sérsniðin) • Samsett námskeið (smáhópur og einkakennsla).

Námskeiðin eru einstaklingsmiðuð og sérstök áhersla lögð á að vinna úr upplýsingum um óskir og þarfir hvers og eins, áður en námið hefst.

Fyrir þá sem hafa áhuga á franskri menningu eru í boði síðdegisnámskeið í franskri matargerð, menningu og vínsmökkun.

Gisting: Heimagisting, hótel, eða íbúðahótel. Lágmarksaldur nema er 18 ár.

 

Við aðstoðum við umsókn og val á námskeiði.

Lingo er vottaður samstarfsaðili Elfe – École de Langue Française – París á Íslandi. Við byggjum starf okkar á þekkingu og reynslu, leggjum áherslu á persónulega þjónustu og leitumst við að finna málanám við hæfi hvers og eins.

Til þess að geta aðstoðað þig sem best er gott að hafa neðangreind atriði í huga.:

  • 🗣 Tungumál
  • 🗺Staðsetning skóla
  • 📖Tegund námskeiðs
  • 📅Tíma og lengd námskeiðs
  • 🎓 Hvað viltu fá út úr náminu?
  • 🖋Sérstakar áherslur
  • 🛏Tegund gistingar
  • 💡 Annað

Hafðu samband við aðstoðum þig með ánægju