MET Film School – Berlin
MET Film School hóf starfsemi í London fyrir um tíu árum og í framhaldi af góðu gengi var ákveðið að opna einnig skóla í Berlín. MET Film School Berlin fylgir sömu stefnu og skólinn í London, sem byggir á því að bjóða krefjandi og hagnýtt kvikmyndanám, sem kennt er af fagmönnum og innan vébanda starfandi kvikmyndavers. Kennslan fer að mestu fram á ensku og í takt við þann ramma sem settur er af University of West London.
MET Film School Berlin er staðsettur í Molecule Studios sem er vel búið tækjum og tólum, nýlega endurnýjað og aðstaða eins og best gerist. Skólinn er er í Alt-Treptow hverfinu og byggingin var áður aðalstöðvar AGFA sem er heimsþekkt ljósmyndafyrirtæki. Nemar hafa einnig aðgang að House of Music sem er í göngufæri.
Helstu námsleiðir sem eru í boði hjá MET Film School Berlin;
Helstu námsleiðir í BA námi eru; Filmmaking/Kvikmyndagerð (tveggja eða þriggja ára nám) • Hljóðhönnun • Leiklist bæði fyrir svið og kvikmyndir • Leikstjórn • hár og leikgervi • Leikjahönnun (Games design development og Games Art Technology) • Animation. Sjá nánar hér;
Í meistaranámi býðst nám í kvikmyndagerð og kvikmyndatöku, framleiðslu, leiklist og handritsgerð. Sjá nánar hér;
Hversvegna ættir þú að velja MET Film School Berlin?
- Kennarar eru starfandi fagmenn
- Meirihluti nema finnur starf innan kvikmynda- eða sjónvarpsiðnaðarins
- Nemar skrifa, leikstýra og klippa sínar eigin myndir.
- Öll námskeið eru kennd á ensku.
- Aðgangur að nýjustu tækni og góðri aðstöðu
- Nemar mega vinna hlutasterf, meðan á námi stendur.
- “Masterklasses” og vinnustofur eru haldnar reglubundið.
- Einstaklingsmiðuð kennsla
- Þjálfun í grundvallar fagmennsku, svo sem áætlanagerð, fjárhagsáætlunum, samningaviðræðum og viðtalstækni.
Námið er vottað af BIMM University. • Hvernig er að vera nemi í Berlín? Sjá nánar: