Leiklistarskólinn Cours Florent Berlin.
Árið er 1967. Leikarinn og kennarinn François Florent stofnar leiklistarskóla í París. Síðar stunduðu heimsþekktir leikarar eins og Diane Kruger, Audrey Tautou, Isabelle Carré and Pierre Niney nám við Cours Florent í París.
François Florent þróaði hugvitssama leiklistarkennslufræði þar sem nemandinn er miðpunktur og unnið er að því að vinna með hæfileika hans og þróa þá áfram.
Leiklistarnám til BA gráðu í Berlín.
Macromedia University í samstarfi við François Florent býður vottað BA nám í leiklist, á ensku eða þýzku. Þreyta þarf inngöngupróf eða taka einnar viku námskeið til að vera samþykktur í námið.
Markmið BA námsins er að þjálfa leikara þannig að þeir geti starfað í alþjóðlegu umhverfi og verið sveigjanlegir í túlkun jafn á sviði leikhúss, sem í kvikmynd og sjónvarpi. Áhersla er á að vekja nemendum forvitni og þor til að takast á við fjölbreytt viðfangsefni í heimi nútíma leikslistar. Einnig er miðlað þekkingu á sjálfsstjórn, hvernig á að koma sér á framfæri og fjölmiðlanotkun.
Allan námstímann er áhersla á listræna og skapandi nálgun með persónulegri kennslu og þjálfun. Kennarar og leiðbeinendur eru starfandi fagmenn með góð tengsl í heimi sviðslista. Einnig er boðið upp á fjölda heimsókna og funda með leikurum, leikstjórum, dramatúrgum og skipuleggjendum sem starfa í leiklistarheimi Berlínar og Parísar.
Námið er rekið í samvinnu við Macromedia University sem er vottaður af þýskum yfirvöldum sem fullgild menntastofnun.
Here’s a short excerpt from the curriculum: Scene work and practice • Breathing techniques and vocal training • Speech formation and situational speech • Film acting • Enactment and drama analysis • History of theatre and film • Practical projects; strong practical focus in collaboration with professional artists from the acting industry • Practical semester
Staðsetning skólans í Kreuzberg hverfinu í Berlín gæti varla verið betri. Hér iðar allt af lífi og fjölbreytileika og hentar afar vel fyrir háskólanema. Á kvöldin verður borgin afar áhugaverð; barir, leikhús, klúbbar og tónleikasalir sem leggja línu fyrir það sem síðar verður algengt fyrir aðra staði í Þýskalandi. Í stærra samhengi er Berlín alþjóðleg borg sem oft er leiðandi fyrir Evrópu og býður því ýmsa möguleika á starfsframa.