Lorenzo de’ Medici – Ítalía
Hönnunar- og listaskólinn Lorenzo de Medici (LdM) fagnaði 45 ára afmæli árið 2018 sem alþjóðlegur háskóli og er viðurkenndur sem einn af fremstu skólum á sínu sviði í Evrópu. Kennarar og leiðbeinendur skólans eru reyndir fagmenn og skólinn býður fjölbreytt úrval námsleiða, sem bæta hæfileika og þekkingu nema. LdM er með starfsemi í tveim borgum á Ítalíu; Flórens og Toskana. Sjá nánar:
Stefna skólans er að veita hágæða alþjóðlega menntun þar sem nemar þroskast með menntun, þróa sköpunarhæfileika sína og gera sér grein fyrir þeim möguleikum sem bjóðast í umhverfinu. Námið hjá LdM byggist á faglegri reynslu við að þróa framtíðarmöguleika nemenda.Námið er þverfaglegt og fjölbreytt. Áhersla er á að efla sköpunargáfu nema, þroska persónulega hæfni þeirra og samfélagslega ábyrgð. Certificate programs
Semester Certificates (Nám í eina önn)
Skiptinám eða nám í eina önn hentar nemum sem vilja bæta sig á vissu sviði og um leið njóta þess að stunda nám við alþjóðlegan skóla. Slíkt nám getur einnig verið góður undirbúningur fyrir frekara haskólanám. Þessi námsleið samanstendur af þrem grunnkúrsum og tveim erða þrem valgreinum. Eftirtaldar leiðir eru í boði; Italian Gastronomy • Balance in Nutrition • Architecture in Urban Context • Interior Design in Contemporary Living • Product Design towards Sustainability • Visual Communication for Fashion • International Conflict Transformation (LdM Rome). Sjá nánar:
LdM Certificates (Diploma nám, eitt ár)
Eins árs námið miðar að því að þróa listræna hæfileika nema og tæknilega færni innan skipulags sem byggir á fræðilegum og hagnýtum grunni. Miðað er að því að uppfylla fagleg markmið og byggja upp grunnþekkingu með viðeigandi námsvali. Námið hefst á haustönn, en nemar með einhverja grunnþekkingu geta hafið nám á vorönn, að því gefnu, að þeir geti lagt fram portfólíó og önnur gögn sem styðja við að þeir hafi náð tökum á grunnatriðum. Ítölskunám er skylda á fyrsta námsári. Eftirtaldar leiðir eru í boði; Fashion Design • Fashion Marketing and Merchandising • Fine Arts • Graphic Design and Visual Communication • Interior Design • Jewelry Design • Restoration and Conservation. Sjá nánar:
LdM Certificates (Professional Certificate nám, tvö ár)
miðast við nema sem hafa lokið fyrsta árinu og aflað sér ákveðinnar grunnþekkingar, eða hafa lokið sambærileg námi frá öðrum skóla og geta lagt fram nauðsynleg gögn því til staðfestingar. Sérstök dómnefnd yfirfer umsóknir og metur hæfi nema til að hefja nám á öru ári. Námið hefst á haustönn. Námið er í boði í Flórens á Ítalíu. Eftirtaldar leiðir eru í boði; Fashion Design • Fine Arts • Interior Design • Jewelry Design • Restoration and Conservation. Sjá nánar:
Housing Services
Nám erlendis er ný reynsla og talsverð umbreyting fyrir þá sem það gera. Nmer þurfa þvi að aðlagast lífi í nýju og nýjum siðum í því landi sem flutt er til. Til að auðvelda nemum þessa breytingu býður LdM aðstoð og þjónustu við aðlögun.
BA / BS nám
Lorenzo de’ Medici býður einnig BA og BS nám í Flórens, sem vottað er af Marist College í New York. Sjá Nánar:
Nemar sem lokið hafa tveim árum í “Profesional Certifcate” námi geta sótt um og innritast inn á þriðja árið í BA / BS náminu. Hver og ein umsókn er metin sérstaklega. Nemar í þessu námi hafa óheftan aðgang að allri aðstöðu, viðburðum og þjónsutu sem LdM býður. Viðbótarþjónusta sem Marist College býður er aðgangur að gagnasöfnum, bókasafni til rannsókna, námsráðgjöf og húsnæði á vegum skólans.
Námsleiðir: Italian Language • Fine Arts: Studio Art • Fine Arts: Art History • Studio Art • Conservation Studies • Digital Media • Fashion Design • Interior Design. Sjá nánar:
Akademísk námslýsing og dagsetningar • Um LdM í stuttu máli
Faggilding / viðurkenning
Lorenzo de’ Medici – The Italian International LdM is registered and authorized in Italy by the Ministry of Education, University and Research (decree dated December 2, 1989).
Um Flórens (Firenze)
Flórens er sögufræg borg á Ítalíu og höfuðstaður Toskanahéraðs, auk þess að vera höfuðstaður samnefndrar sýslu. Á endurreisnartímanum var borgin borgríki og síðar höfuðborg hertogadæmisins Toskana. Hún er fræg fyrir að hafa alið marga helstu snillinga endurreisnarinnar á sviði vísinda, heimspeki og lista, svo sem Leonardo da Vinci, Galileo Galilei, Michelangelo Buonarroti og Niccolò Machiavelli.
Íbúafjöldi borgarinnar er um 377.000 og atvinnulíf byggir fyrst og fremst á verslun, framleiðsluiðnaði og ferðaþjónustu. Í borginni er alþjóðaflugvöllur, almennt kallaður Peretola eftir hverfinu þar sem hann er, en formlega kenndur við landkönnuðinn Amerigo Vespucci. Nánar: