Ítölskunám í málaskólum

Babilonia – Sikiley

blog-msk_SIKILEY

Babilonia

Sikiley er staðsett er í miðju Miðjarðarhafsins og hefur í 2.500 ár verið viðkomustaður fólks frá fjölda þjóðlanda. Fái staðir hafa orðið fyrir áhrifum frá eins mörgum menningarrheimum og er saga eyjarinnnar því einstök. Þetta endurspeglast í menningu eyjarbúa og hér er að finna rætur ítalskrar menningar og lista.
Málaskólinn Babilonia er í bænum Taormina sem reistur var árið 735 fyrir kristsburð. Bærinn stendur við Miðjarðarhafsbláan flóa og eldfjallið Etna trónir í bakgrunninum. Skólinn er rekinn í sögufrægu setri sem byggt var árið 1811 og er í næsta nágrenni við “Gríska leikhúsið“ sem eyjarbúum hefur á undraverðan hátt tekist að varðveita.
Enginn fornaldarbragur er hinsvegar á Babilonia skólanum, því húsnæði og aðstaða er allt í takt við nútímaþarfir.

Skólinn  |  Gisting  |  Námskeið  |  Um Sikiley  Myndband

Hægt er að velja um hópnámskeið (max 10 í hóp) eða einkakennslu. Einnig eru boði námskeið kölluð Ítalska+ (menning, vínsmökkun, gönguferðir, golf og fleira).

Babilonia skólinn var stofnaður fyrir 18 árum (1992) og byggir á gæðum kennslunnar, þægilegu umhverfi og afbragðs matargerð. Babilonia er viðurkenndur af Ítalska menntamálaráuneytinu sem og mörgum alþjóðlegum stofnunum á sviði mennta og menningar.

Við aðstoðum við umsókn og val á námskeiði.

Lingo er vottaður samstarfsaðili Babilonia – Sikiley á Íslandi. Við byggjum starf okkar á þekkingu og reynslu, leggjum áherslu á persónulega þjónustu og leitumst við að finna málanám við hæfi hvers og eins.

Til þess að geta aðstoðað þig sem best er gott að hafa neðangreind atriði í huga.:

  • 🗣 Tungumál
  • 🗺Staðsetning skóla
  • 📖Tegund námskeiðs
  • 📅Tíma og lengd námskeiðs
  • 🎓 Hvað viltu fá út úr náminu?
  • 🖋Sérstakar áherslur
  • 🛏Tegund gistingar
  • 💡 Annað

Hafðu samband við aðstoðum þig með ánægju

Dante Alighieri

blog-msk_DA

Dante Alighieri

Dante Alighieri er alþjóðlegt setur fyrir tungumálanám, listir, matarlist og menningu í miðaldaborginni Siena á Ítalíu. Skólinn var stofnaður árið 1979 og hefur frá þeim tíma tekið við nemendum víðs vegar að úr heiminum.

Ítölsk matarlist:
Hefðir og þróun í ítalskri matargerð er flestum vel kunn og Siena Lingue býður ýmiss áhugaverð námskeið, bæði fyrir áhugamenn og fagmenn. Skólinn er vel búinn tækjum og aðstaða hin besta til kennslu. Námskeiðin byggja á þema tengdu árstíðunum þannig að sífellt er unnið með gott hráefni. Kennt er á ensku eða ítölsku og þýtt á ensku og lengd námskeiða er ein vika eða fleiri. Farið er í gegnum fimm rétta máltíð, allt frá vali á hráefni til þess að elda réttina og síðan njóta þeirra í lokin í fallegum borðsal með útsýni yfir hina fögru borg Siena í Tuscany héraði.

Tungumálanám  |  Ítölsk matargerð  |  Ítölsk menning  | Gisting

Um borgina: Siena er borg andstæðna. Hér er að finna miðaldafjársjóði í byggingum og listum og síðan nútíma verslanir og aðstöðu. Borgin er friðsæl, enda bílaumferð vel takmörkuð, þannig að hægt er að ganga um þröng stræti og gotnesk torg og njóta borgarinnar.

Við aðstoðum við umsókn og val á námskeiði.

Lingo er vottaður samstarfsaðili Dante Alighieri á Íslandi. Við byggjum starf okkar á þekkingu og reynslu, leggjum áherslu á persónulega þjónustu og leitumst við að finna málanám við hæfi hvers og eins.

Til þess að geta aðstoðað þig sem best er gott að hafa neðangreind atriði í huga.:

  • 🗣 Tungumál
  • 🗺Staðsetning skóla
  • 📖Tegund námskeiðs
  • 📅Tíma og lengd námskeiðs
  • 🎓 Hvað viltu fá út úr náminu?
  • 🖋Sérstakar áherslur
  • 🛏Tegund gistingar
  • 💡 Annað

Hafðu samband við aðstoðum þig með ánægju

Dilit (Divulgazione Lingua Italiana)

blog-msk_DILIT(2)

Dilit (Divulgazione Lingua Italiana)

Dilit málaskólinn hefur starfað í Róm frá árinu 1974. Hann er vel staðsettur í huggulegu hverfi skammt frá aðaljárnbrautarstöð borgarinnar og því afar vel í borg settur, ef svo má að orði komast, en Róm er sem kunnugt er byggð upp úr mörgum sjálfstæðum borgarhlutum.
Dilit var brautryðjandi í breytingum á aðferðafræði við Ítölskukennslu og beitir því samskiptamiðuðum aðferðum, þar sem lögð er áhersla á að kennslan sé í samhljómi við ítalskan veruleika og menningarheim.
Vikulega eru í boði fyrirlestrar (utan kennslutíma) þar sem rætt er um eftirfarandi málefni: Ítalskar bókmenntir, sögu, svæði og borgir Ítalíu, ítalska kvikmyndagerð, matargerð eða víngerð. Dilit hefur margsinnis unnið til alþjóðlegra verðlauna fyrir starf sitt og frumkvæði.

Um skólann  |  Námskeið  |  Gisting  |  Um Rómarborg

Auk hefðbundinnar Ítölskukennslu býður Dilit upp á eftirtalin námskeið:
Ítölsk matargerð • Róm fyrir 50 ára og eldri • Viðskipta-ítalska og ekki síst Lista- og menningarnámskeið.

Skólinn er viðurkenndur af ítalska menntamálaráðuneytinu og hefur unnið til fjölda viðurkenninga og verðlauna.

 

Við aðstoðum við umsókn og val á námskeiði.

Lingo er vottaður samstarfsaðili Dilit (Divulgazione Lingua Italiana) á Íslandi. Við byggjum starf okkar á þekkingu og reynslu, leggjum áherslu á persónulega þjónustu og leitumst við að finna málanám við hæfi hvers og eins.

Til þess að geta aðstoðað þig sem best er gott að hafa neðangreind atriði í huga.:

  • 🗣 Tungumál
  • 🗺Staðsetning skóla
  • 📖Tegund námskeiðs
  • 📅Tíma og lengd námskeiðs
  • 🎓 Hvað viltu fá út úr náminu?
  • 🖋Sérstakar áherslur
  • 🛏Tegund gistingar
  • 💡 Annað

Hafðu samband við aðstoðum þig með ánægju

Linguaviva

blog-msk-Linguaviva

Linguaviva
Linguaviva er leiðandi aðili í tungumálakennslu á Ítalíu og býður mikið úrval einstaklingsmiðaðra námskeiða. Í boði eru almenn námskeið, viðskiptanámskeið, námskeið fyrir háskólanema, auk námskeiða þar sem fer saman ítölskukennsla og til dæmis námskeið í listum eða ítalskri matarlist.

Í boði eru ítölskunámskeið í tveim borgum: Florence er þekkt fyrir vingjarnleika og skemmtilegt umhverfi. Skólinn er vel staðsettur í nágrenni við járnbrautartöðina. Nemar fra yfir 60 þjóðlöndum stunda hér ítölskunám og umhverfið er því mjög alþjóðlegt. Milano er helsta viðskiptaborg Ítalíu, en ekki síður borg menningar, tísku, hönnunar og tækni. Margir nemar stunda hér ítölskunám sem tengist hönnun og listum.

Hjá Linguaviva er lögð áhersla á góða þjónustu þannig að hver og einn fái notið sín og fái kennslu við hæfi. Boðið er up á afþreyingu af ýmsu tagi, heimsóknir á söfn, menningarfræðslu, kvikmyndir ofl. Linguaviva er með leyfi Ítalska Menntamálaráðuneytis til tungumála- og menningarmálakennslu fyrir erlendra nema.

Linguaviva hefur oft verið valinn besti ítalski tungumálaskólinn af Study Travel Magazine.

Um skólann  |  Námskeið  |  Gisting

Við aðstoðum við umsókn og val á námskeiði.

Lingo er vottaður samstarfsaðili Linguaviva á Íslandi. Við byggjum starf okkar á þekkingu og reynslu, leggjum áherslu á persónulega þjónustu og leitumst við að finna málanám við hæfi hvers og eins.

Til þess að geta aðstoðað þig sem best er gott að hafa neðangreind atriði í huga.:

  • 🗣 Tungumál
  • 🗺Staðsetning skóla
  • 📖Tegund námskeiðs
  • 📅Tíma og lengd námskeiðs
  • 🎓 Hvað viltu fá út úr náminu?
  • 🖋Sérstakar áherslur
  • 🛏Tegund gistingar
  • 💡 Annað

Hafðu samband við aðstoðum þig með ánægju