Babilonia – Sikiley
Babilonia
Sikiley er staðsett er í miðju Miðjarðarhafsins og hefur í 2.500 ár verið viðkomustaður fólks frá fjölda þjóðlanda. Fái staðir hafa orðið fyrir áhrifum frá eins mörgum menningarrheimum og er saga eyjarinnnar því einstök. Þetta endurspeglast í menningu eyjarbúa og hér er að finna rætur ítalskrar menningar og lista.
Málaskólinn Babilonia er í bænum Taormina sem reistur var árið 735 fyrir kristsburð. Bærinn stendur við Miðjarðarhafsbláan flóa og eldfjallið Etna trónir í bakgrunninum. Skólinn er rekinn í sögufrægu setri sem byggt var árið 1811 og er í næsta nágrenni við “Gríska leikhúsið“ sem eyjarbúum hefur á undraverðan hátt tekist að varðveita.
Enginn fornaldarbragur er hinsvegar á Babilonia skólanum, því húsnæði og aðstaða er allt í takt við nútímaþarfir.
Skólinn | Gisting | Námskeið | Um Sikiley | Myndband
Hægt er að velja um hópnámskeið (max 10 í hóp) eða einkakennslu. Einnig eru boði námskeið kölluð Ítalska+ (menning, vínsmökkun, gönguferðir, golf og fleira).
Babilonia skólinn var stofnaður fyrir 18 árum (1992) og byggir á gæðum kennslunnar, þægilegu umhverfi og afbragðs matargerð. Babilonia er viðurkenndur af Ítalska menntamálaráuneytinu sem og mörgum alþjóðlegum stofnunum á sviði mennta og menningar.