Lönd til þess að flokka málaskóla

Accent-International

blog-msk_Accent

Accent tungumálasetrið var stofnað árið 1988 og býður ráðgjöf og sérhæfða tungumálaþjálfun fyrir fyrirtæki, stjórnendur og sérfræðinga. Accent vinnur náið með fyrirtækjum og einstaklingum víða að úr heiminum og útvegar lausnir vegna tungumálaþjálfunar starfsmanna. Þjálfunarsetur Accent er í Devon á Englandi (1 klst. akstur frá Bristol flugvelli) og býður þrjár tegundir þjálfunar: Einkakennslu, smáhóp, eða samsett námskeið. Sjá nánar hér:

Einkakennsla

Þessi þjálfun er í boði 20-50 tíma á viku (flestir velja 40 tíma). Einstaklingsbundin þjálfun gefur tækifæri til að sérsníða það sem viðkomandi vill taka fyrir, bæði efni og aðferðir. Þjálfarar eru tveir til þrír og þjálfunin er byggð á þarfagreiningu sem gerð er fyrsta morguninn. Þessi aðferð hentar vel þeim sem vilja ná miklum árangri á stuttum tíma. Hægt er að velja um fimm eða sjö daga og einnig hversu mikinn hluta tímans viðkomandi vill stunda sjálfsnám.

Enskuþjálfun í smáhóp

„Smáhópur” er 2 til 4 þátttakendur. þessi leið er einnig mjög góð til að þjálfa almenna ensku, eða viðskiptaensku. Námskeiðið er 40 stundir á viku með fókus á nákvæmni, orðfimi og samskiptahæfileika á ensku. Samsetning hópsins er byggð á þarfagreiningu og ákveðin að loknu stöðuprófi fyrsta morguninn. Námskeiðsáætlunin er lögð fram með samkomulagi þátttakenda. Smáhópur er góð aðferð til að þjálfa enskukunnáttu hratt og vel, en á lægra verði en einkakennsla. Námskeiðið stendur frá 09.00 til 17.00, mánudag til föstudag.

Samsett námskeið

Hægt er að raða saman einkakennslu og hópkennslu með ýmsu móti. Einstaklingskennslan getur snúist um sértæka þjálfun eftir þörfum og hópkennslan til að þjálfa orðfimi og samskiptahæfileika. Þessi námskeið eru oft valin af þeim sem hafa sérþarfir en vilja einnig almenna þjálfun.  Námskeiðið er 40 stundir á viku (20 einstaklingstímar og 20 hóptímar), eða 35 tímar á viku (20 hóptímar, 15 einkatímar og 5 tímar í sjálfsnámi).

Enskunámskeið fyrir fyrirtæki.

Accent vinnur mikið með mannauðs- og þjálfunardeildum fyrirtækja í mörgum löndum við skipulagningu þjálfunar. Slík vinna getur falist í námskeiðum á heimavelli, eða námskeiði í smáhóp á Englandi, þar sem sérstaklega er unnið með þarfir viðkomandi fyrirtækis.

Hér fyrir neðan eru tenglar með nánari upplýsingum um námskeiðin. Hafðu hiklaust samband við Lingó fyrir frekari upplýsingar.

Fyrirtækjanámskeið (sérfræðinamskeið)  •  Gisting
•  Námskeið fyrir fyrirtæki (heima eða að heiman)  •  Fjarnám (Virtual English) 

Stefna Accent byggist á persónulegri, faglegri og góðri þjálfun.

Hún er persónuleg vegna þess að starfsstöðin er lítil og fjöldi þátttakenda hverju sinni takmarkaður. Því er hægt að sérsniða þjálfunina að hverjum og einum. Hún er fagleg vegna þess að hjá Accent starfa reyndir og vel menntaðir leiðbeinendur og sem hafa hæfni og reynslu á ýmsum sérsviðum. Hún er vönduð vegna þess að Accent skuldbindur sig gæðum, í þjálfun, kennsluefni og aðstöðu. Accent hefur margoft verið valið sem “Center of Excellence”.

Ábyrgð á gæðum.

Accent er viðurkennt fyrirtæki af “British Counsil” sem gerir reglulega útttektir á starfseminni. Accent er einnig meðlimur í “English UK” sem eru fagleg samtök fyrirtækja í atvinnugreininni enskukennsla. Accent er einnig aðili að “Business English UK” sem eru sérfræðisamtök fyrir þá sem bjóða viðskiptaþjálfun í ensku. Þetta er hin viðurkennda gæðavottun. Hin raunverulega ábyrgð á gæðum er hins vegar það sem viðskiptavinir okkar segja um reynslu sína. Sjá nánar hér (fyrirtæki sem hafa nýtt sér þjónustu Accent).

Við aðstoðum við umsókn og val á námskeiði.

Lingo er vottaður samstarfsaðili Accent-International á Íslandi. Við byggjum starf okkar á þekkingu og reynslu, leggjum áherslu á persónulega þjónustu og leitumst við að finna málanám við hæfi hvers og eins.

Til þess að geta aðstoðað þig sem best er gott að hafa neðangreind atriði í huga.:

 • 🗣 Tungumál
 • 🗺Staðsetning skóla
 • 📖Tegund námskeiðs
 • 📅Tíma og lengd námskeiðs
 • 🎓 Hvað viltu fá út úr náminu?
 • 🖋Sérstakar áherslur
 • 🛏Tegund gistingar
 • 💡 Annað

Hafðu samband við aðstoðum þig með ánægju

BWS German Lingua – Berlin og München

blog-msk_BWS

BWS German Lingua

Markmið BWS málaskólans er að bjóða góða þýskukennslu fyrir útlendinga, þar sem lögð er áhersla á þægilegt andrúmsloft og góða aðstöðu fyrir nema. Hjá skólanum er hægt að velja um úrval þýskunámskeiða bæði fyrir byrjendur og lengra komna.

Áherslan er á gæði kennslunnar og kennarar skólans eru vel menntaðir og með langa starfsreynslu. Kennt er í litlum hópum (10 manns) í 20-25 stundir á viku. Einnig eru í boði samsett námskeið (hópur árdegis og einkakennsla síðdegis), þar sem hægt er að leggja þjálfa áhugasvið viðkomandi. Stöðupróf eru gerð í upphafi námskeiðs svo hægt sé að laga það að þörfum hvers og eins. Námskeiðin hefjast á mánudögum.

Nemar hjá BWS koma víða að úr heiminum og því ríkir alþjóðlegt andrúmsloft innan veggja skólans. Aðgangur er að bókasafni, ókeypis nettengingu og eldhúsi þar sem nemar hittast og ræða saman. Skipulagðir viðburðir eru einnig í boði um kvöld og helgar á vegum skólans.

BWS sér um að útvega og bóka gistingu. Mælt er með gistingu í studio-íbúðum, en einnig er í boði heimagisting hjá völdum fjölskyldum.

BWS rekur skóla í München þar sem áherslan meira á hefðirnar, í Berlín er nútíma lífsstílsborg og í Köln sem er elsta stórborg Þýskalands. Ýmiss afþreying er í boði í öllum borgum.

 

Við aðstoðum við umsókn og val á námskeiði.

Lingo er vottaður samstarfsaðili BWS German Lingua – Berlin og München á Íslandi. Við byggjum starf okkar á þekkingu og reynslu, leggjum áherslu á persónulega þjónustu og leitumst við að finna málanám við hæfi hvers og eins.

Til þess að geta aðstoðað þig sem best er gott að hafa neðangreind atriði í huga.:

 • 🗣 Tungumál
 • 🗺Staðsetning skóla
 • 📖Tegund námskeiðs
 • 📅Tíma og lengd námskeiðs
 • 🎓 Hvað viltu fá út úr náminu?
 • 🖋Sérstakar áherslur
 • 🛏Tegund gistingar
 • 💡 Annað

Hafðu samband við aðstoðum þig með ánægju

Don Quijote

blog-msk_DQ

Don Quijote – Spænskunámskeið; Spánn og Suður-Ameríka
DQ var stofnaður árið 1986 og er einn af stærstu og virtustu aðilum í Evrópu sem bjóða spænskunámskeið.
DQ sem er leiðandi aðili á sviði spænskukennslu, rekur sína eigin skóla og hefur þannig fulla stjórn á gæðum kennslunnar. Allir kennarar eru háskólamenntaðir og með Spænsku sem móðurmál.
DQ rekur málaskóla í eftirtöldum borgum á Spáni: Alicante, Barcelona, Granada, Madrid, Malaga, Marbelle, Salamanca, Seville, Tenerife og Valencia. Sjá nánar:  DQ rekur einnig skóla víða í Mið- og Suður Ameríku. Sjá nánar:
DQ býður námskeið bæði fyrir byrjendur og lengra komna og einnig sérhæfð námskeið fyrir flugþjóna, viðskiptafólk og spænskukennara.
Hverjar sem óskir þínar eru; Faglegar, undirbúningur fyrir háskólanám, eða einfaldlega áhugi á að læra spænsku og hafa gaman af því, þá býður DQ námskeið sem henta.

UM SKÓLANN     ALMENN NÁMSKEIР    SÉRHÆFÐ NÁMSKEIР    GISTING

Spænskunámskeið hjá DQ snýst ekki aðeins um að læra tungumál, heldur einnig að öðlast dýrmæta reynslu og hitta fólk víða að úr heiminum.

 

Við aðstoðum við umsókn og val á námskeiði.

Lingo er vottaður samstarfsaðili Don Quijote á Íslandi. Við byggjum starf okkar á þekkingu og reynslu, leggjum áherslu á persónulega þjónustu og leitumst við að finna málanám við hæfi hvers og eins.

Til þess að geta aðstoðað þig sem best er gott að hafa neðangreind atriði í huga.:

 • 🗣 Tungumál
 • 🗺Staðsetning skóla
 • 📖Tegund námskeiðs
 • 📅Tíma og lengd námskeiðs
 • 🎓 Hvað viltu fá út úr náminu?
 • 🖋Sérstakar áherslur
 • 🛏Tegund gistingar
 • 💡 Annað

Hafðu samband við aðstoðum þig með ánægju

Horizonte – Regensburg

blog-msk_HORIZONTE

Horizonte, sem er stofnun fyrir tungumál, samskipti og menningu var stofnuð árið 1986 og býður upp á fyrsta flokks tungumálanám, þar sem lögð er áhersla á að miðla töluðu og rituðu þýsku nútímamáli, bætta samskiptatækni og kynningu á stjórnmálum og menningu Þýskalands.
Skólinn er vel staðsettur í borginni, með fríar nettengingar og kaffishús. Í nágrenni skólans eru einnig fjölmörg bakarí, barir og veitingahús sem bjóða morgunmat og hádegismat.

Gisting í boði er af ýmsum toga. Gisting sem skólinn rekur sjálfur, en einnig er boðið upp á heimagistingu há fjölskyldu, eða hótelgistingu.

Í Regensburg sem stendur við Dóná í hjarta Bæjaralands eru 145.000 íbúar og þar er mikið af sögulegum byggingum frá tímum Rómverja. Í Regensburg er einnig háskóli og eitt besta bókasafn Þýskalands. Ferðatími frá München til Regensburg er 1 klst.

Um skólann          Námskeið          Gisting          Regensburg

Námskeiðin: Hjá Horizonte er áhersla á litla hópa, afburða kennara og vinalegt og persónulegt andrúmsloft. Hægt er að velja um almenn námskeið, einkakennslu, eða sérhæfð námskeið; svo sem viðskipti, ferðamál, eða þýsku fyrir þýðendur.
Lágmarksaldur er 17 ára og í boði er bæði kennsla fyrir byrjendur og lengra komna. Hver kennslustund er 45 mínútur. Unnið er í smáhópum (7-10 nemar) en einnig er í boði einkakennsla. Námsefni er inifalið í námskeiðsgjaldi.

 

Við aðstoðum við umsókn og val á námskeiði.

Lingo er vottaður samstarfsaðili Horizonte – Regensburg á Íslandi. Við byggjum starf okkar á þekkingu og reynslu, leggjum áherslu á persónulega þjónustu og leitumst við að finna málanám við hæfi hvers og eins.

Til þess að geta aðstoðað þig sem best er gott að hafa neðangreind atriði í huga.:

 • 🗣 Tungumál
 • 🗺Staðsetning skóla
 • 📖Tegund námskeiðs
 • 📅Tíma og lengd námskeiðs
 • 🎓 Hvað viltu fá út úr náminu?
 • 🖋Sérstakar áherslur
 • 🛏Tegund gistingar
 • 💡 Annað

Hafðu samband við aðstoðum þig með ánægju

Elfe – École de Langue Française – París

blog-msk-france.Elfe

Elfe – París

Málaskólinn ELFE var stofnaður árið 1984 og sérhæfir sig í námskeiðum fyrir háskólanema, stjórnendur og sérfræðinga sem vilja læra mikið á stuttum tíma. ELFE hefur á sér gott orð og fyrirtæki eins og ABB, Accentura, Siemens, Ericson ofl. nýta sér þjónustu skólans.
ELFE skólinn er í 19. aldar húsi miðsvæðis í París, á grænu svæði sem liggur vel við jarðlestartengingu (Place de Clichy). Boðið er upp á umhverfi sem er í senn nútímalegt, þægilegt og hvetjandi og kennara með mikla reynslu.

Þrjár tegundir námskeiða eru í boði:

Smáhópur (3-7 nemar) • Sérhæfð námskeið (sérsniðin) • Samsett námskeið (smáhópur og einkakennsla).

Námskeiðin eru einstaklingsmiðuð og sérstök áhersla lögð á að vinna úr upplýsingum um óskir og þarfir hvers og eins, áður en námið hefst.

Fyrir þá sem hafa áhuga á franskri menningu eru í boði síðdegisnámskeið í franskri matargerð, menningu og vínsmökkun.

Gisting: Heimagisting, hótel, eða íbúðahótel. Lágmarksaldur nema er 18 ár.

 

Við aðstoðum við umsókn og val á námskeiði.

Lingo er vottaður samstarfsaðili Elfe – École de Langue Française – París á Íslandi. Við byggjum starf okkar á þekkingu og reynslu, leggjum áherslu á persónulega þjónustu og leitumst við að finna málanám við hæfi hvers og eins.

Til þess að geta aðstoðað þig sem best er gott að hafa neðangreind atriði í huga.:

 • 🗣 Tungumál
 • 🗺Staðsetning skóla
 • 📖Tegund námskeiðs
 • 📅Tíma og lengd námskeiðs
 • 🎓 Hvað viltu fá út úr náminu?
 • 🖋Sérstakar áherslur
 • 🛏Tegund gistingar
 • 💡 Annað

Hafðu samband við aðstoðum þig með ánægju

France Langua

blog-msk_FranceLangue

France Langua

hefur 37 ára reynslu af frönskukennslu fyrir útlendinga og er með aðsetur í sex borgum sem allar eru vel þekktar fyrir menningu sína. París, Nice, Bordaux, Biarritz, Lyon, Martinique.

France Langua er viðurkenndur málaskóli sem býður faglega frönskukennslu. Hvort sem þú hefur áhuga á að nema frönsku þér til ánægju, eða bæta við faglega þekkingu þína, geturðu treyst því að France Langua býður mjög góða aðstöðu. Sérstök áhersla er lögð á gæði, enda meginmarkmið að nemar bæti verulega kunnáttu sína. Einnig er gert í því að nemar kynnist franskri menningu og ekki síst Frökkum sjálfum, enda bætir það verulega árangur námskeiðanna.

ALMENN NÁMSKEIР         FRANSKA +   (Vínlist, Matarlist, 50+ ofl.)

Við aðstoðum við umsókn og val á námskeiði.

Lingo er vottaður samstarfsaðili France Langua á Íslandi. Við byggjum starf okkar á þekkingu og reynslu, leggjum áherslu á persónulega þjónustu og leitumst við að finna málanám við hæfi hvers og eins.

Til þess að geta aðstoðað þig sem best er gott að hafa neðangreind atriði í huga.:

 • 🗣 Tungumál
 • 🗺Staðsetning skóla
 • 📖Tegund námskeiðs
 • 📅Tíma og lengd námskeiðs
 • 🎓 Hvað viltu fá út úr náminu?
 • 🖋Sérstakar áherslur
 • 🛏Tegund gistingar
 • 💡 Annað

Hafðu samband við aðstoðum þig með ánægju

Babilonia – Sikiley

blog-msk_SIKILEY

Babilonia

Sikiley er staðsett er í miðju Miðjarðarhafsins og hefur í 2.500 ár verið viðkomustaður fólks frá fjölda þjóðlanda. Fái staðir hafa orðið fyrir áhrifum frá eins mörgum menningarrheimum og er saga eyjarinnnar því einstök. Þetta endurspeglast í menningu eyjarbúa og hér er að finna rætur ítalskrar menningar og lista.
Málaskólinn Babilonia er í bænum Taormina sem reistur var árið 735 fyrir kristsburð. Bærinn stendur við Miðjarðarhafsbláan flóa og eldfjallið Etna trónir í bakgrunninum. Skólinn er rekinn í sögufrægu setri sem byggt var árið 1811 og er í næsta nágrenni við “Gríska leikhúsið“ sem eyjarbúum hefur á undraverðan hátt tekist að varðveita.
Enginn fornaldarbragur er hinsvegar á Babilonia skólanum, því húsnæði og aðstaða er allt í takt við nútímaþarfir.

Skólinn  |  Gisting  |  Námskeið  |  Um Sikiley  Myndband

Hægt er að velja um hópnámskeið (max 10 í hóp) eða einkakennslu. Einnig eru boði námskeið kölluð Ítalska+ (menning, vínsmökkun, gönguferðir, golf og fleira).

Babilonia skólinn var stofnaður fyrir 18 árum (1992) og byggir á gæðum kennslunnar, þægilegu umhverfi og afbragðs matargerð. Babilonia er viðurkenndur af Ítalska menntamálaráuneytinu sem og mörgum alþjóðlegum stofnunum á sviði mennta og menningar.

Við aðstoðum við umsókn og val á námskeiði.

Lingo er vottaður samstarfsaðili Babilonia – Sikiley á Íslandi. Við byggjum starf okkar á þekkingu og reynslu, leggjum áherslu á persónulega þjónustu og leitumst við að finna málanám við hæfi hvers og eins.

Til þess að geta aðstoðað þig sem best er gott að hafa neðangreind atriði í huga.:

 • 🗣 Tungumál
 • 🗺Staðsetning skóla
 • 📖Tegund námskeiðs
 • 📅Tíma og lengd námskeiðs
 • 🎓 Hvað viltu fá út úr náminu?
 • 🖋Sérstakar áherslur
 • 🛏Tegund gistingar
 • 💡 Annað

Hafðu samband við aðstoðum þig með ánægju

Dante Alighieri

blog-msk_DA

Dante Alighieri

Dante Alighieri er alþjóðlegt setur fyrir tungumálanám, listir, matarlist og menningu í miðaldaborginni Siena á Ítalíu. Skólinn var stofnaður árið 1979 og hefur frá þeim tíma tekið við nemendum víðs vegar að úr heiminum.

Ítölsk matarlist:
Hefðir og þróun í ítalskri matargerð er flestum vel kunn og Siena Lingue býður ýmiss áhugaverð námskeið, bæði fyrir áhugamenn og fagmenn. Skólinn er vel búinn tækjum og aðstaða hin besta til kennslu. Námskeiðin byggja á þema tengdu árstíðunum þannig að sífellt er unnið með gott hráefni. Kennt er á ensku eða ítölsku og þýtt á ensku og lengd námskeiða er ein vika eða fleiri. Farið er í gegnum fimm rétta máltíð, allt frá vali á hráefni til þess að elda réttina og síðan njóta þeirra í lokin í fallegum borðsal með útsýni yfir hina fögru borg Siena í Tuscany héraði.

Tungumálanám  |  Ítölsk matargerð  |  Ítölsk menning  | Gisting

Um borgina: Siena er borg andstæðna. Hér er að finna miðaldafjársjóði í byggingum og listum og síðan nútíma verslanir og aðstöðu. Borgin er friðsæl, enda bílaumferð vel takmörkuð, þannig að hægt er að ganga um þröng stræti og gotnesk torg og njóta borgarinnar.

Við aðstoðum við umsókn og val á námskeiði.

Lingo er vottaður samstarfsaðili Dante Alighieri á Íslandi. Við byggjum starf okkar á þekkingu og reynslu, leggjum áherslu á persónulega þjónustu og leitumst við að finna málanám við hæfi hvers og eins.

Til þess að geta aðstoðað þig sem best er gott að hafa neðangreind atriði í huga.:

 • 🗣 Tungumál
 • 🗺Staðsetning skóla
 • 📖Tegund námskeiðs
 • 📅Tíma og lengd námskeiðs
 • 🎓 Hvað viltu fá út úr náminu?
 • 🖋Sérstakar áherslur
 • 🛏Tegund gistingar
 • 💡 Annað

Hafðu samband við aðstoðum þig með ánægju

Dilit (Divulgazione Lingua Italiana)

blog-msk_DILIT(2)

Dilit (Divulgazione Lingua Italiana)

Dilit málaskólinn hefur starfað í Róm frá árinu 1974. Hann er vel staðsettur í huggulegu hverfi skammt frá aðaljárnbrautarstöð borgarinnar og því afar vel í borg settur, ef svo má að orði komast, en Róm er sem kunnugt er byggð upp úr mörgum sjálfstæðum borgarhlutum.
Dilit var brautryðjandi í breytingum á aðferðafræði við Ítölskukennslu og beitir því samskiptamiðuðum aðferðum, þar sem lögð er áhersla á að kennslan sé í samhljómi við ítalskan veruleika og menningarheim.
Vikulega eru í boði fyrirlestrar (utan kennslutíma) þar sem rætt er um eftirfarandi málefni: Ítalskar bókmenntir, sögu, svæði og borgir Ítalíu, ítalska kvikmyndagerð, matargerð eða víngerð. Dilit hefur margsinnis unnið til alþjóðlegra verðlauna fyrir starf sitt og frumkvæði.

Um skólann  |  Námskeið  |  Gisting  |  Um Rómarborg

Auk hefðbundinnar Ítölskukennslu býður Dilit upp á eftirtalin námskeið:
Ítölsk matargerð • Róm fyrir 50 ára og eldri • Viðskipta-ítalska og ekki síst Lista- og menningarnámskeið.

Skólinn er viðurkenndur af ítalska menntamálaráðuneytinu og hefur unnið til fjölda viðurkenninga og verðlauna.

 

Við aðstoðum við umsókn og val á námskeiði.

Lingo er vottaður samstarfsaðili Dilit (Divulgazione Lingua Italiana) á Íslandi. Við byggjum starf okkar á þekkingu og reynslu, leggjum áherslu á persónulega þjónustu og leitumst við að finna málanám við hæfi hvers og eins.

Til þess að geta aðstoðað þig sem best er gott að hafa neðangreind atriði í huga.:

 • 🗣 Tungumál
 • 🗺Staðsetning skóla
 • 📖Tegund námskeiðs
 • 📅Tíma og lengd námskeiðs
 • 🎓 Hvað viltu fá út úr náminu?
 • 🖋Sérstakar áherslur
 • 🛏Tegund gistingar
 • 💡 Annað

Hafðu samband við aðstoðum þig með ánægju

Institute Linguistique Adenet

blog-msk_ILA(2)

Institute Linguistique Adenet – Montpellier

Frönskunámskeið og einstök upplifun í Suður-Frakklandi við Miðjarðarhafið. Hjá ILA er lögð áhersla á viðurkennt og vandað frönskunám fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna og í boði eru námskeið á flestum kennslustigum.

Kennt er í litlum hóp (3-10 nemar), þannig að hver og einn fær nauðsynlega athygli. Kennarar ILA eru sérstaklega menntaðir og þjálfaðir til frönskukennslu fyrir útlendinga og starfsfólk skólans leggur sig fram um að gera dvölina ánægjulega.

Umsögn
“ILA has a great mixtures of nationalities. You make many friends from all over the world, everybody is so friendly and nice. I spoke to all of them in French, this is a great way to progress outside school. My French language course was excellent, the teachers were great and the atmosphere at ILA is serious, but very relaxed. I enjoyed my stay very much and recommend ILA!”  –  Alice V. (Holland)

UM SKÓLANNNÁMSKEIÐ |  CLUB 50+  | FRANSKA+MATARGERÐ | GISTING | EASYFRENCH BY ILA

EasyFrench by ILA
Málaskólinn Easy French í Montpellier var stofnaður af ILA málaskólanum og býður afar góða frönskukennslu á hagstæðu verði. EasyFrench er hugsuð fyrir yngri (17-25 ára) þátttakendur, en þá stunda nám hjá ILA. Þetta er lítil stofnun þar sem andrúmloftið er vingjarnlegt og persónulegt. Styrkur EasyFrench liggur í tengslum við ILA sem býr yfir langri reynslu af frönskukennslu.

Montpellier
Í Montpellier er einn stærsti háskóli Evrópu og borgin ber þess merki. Málaskólinn ILA er klassískur frönskuskóli með aðsetur í gamla borgarhluta Montpellier. Húsnæði skólans er  gamall herragarður en er nýuppgert og hentar sérstaklega vel fyrir starfsemina, með 20 vel búnum kennslustofum, þráðlausum tölvutengingum og fríum netaðgangi. Þessi borgarhluti einkennist af göngugötum og torgum með fjölda smáverslana, veitinga- og kaffihúsa.

 

Við aðstoðum við umsókn og val á námskeiði.

Lingo er vottaður samstarfsaðili Institute Linguistique Adenet á Íslandi. Við byggjum starf okkar á þekkingu og reynslu, leggjum áherslu á persónulega þjónustu og leitumst við að finna málanám við hæfi hvers og eins.

Til þess að geta aðstoðað þig sem best er gott að hafa neðangreind atriði í huga.:

 • 🗣 Tungumál
 • 🗺Staðsetning skóla
 • 📖Tegund námskeiðs
 • 📅Tíma og lengd námskeiðs
 • 🎓 Hvað viltu fá út úr náminu?
 • 🖋Sérstakar áherslur
 • 🛏Tegund gistingar
 • 💡 Annað

Hafðu samband við aðstoðum þig með ánægju