Escuela De Idiomas Nerja
Escuela De Idiomas Nerja
Málaskólinn Escuela de Idiomas Nerja er staðsettur í borginni Nerja á Costa del Sol. Skólinn var stofnaður árið 1980 og er viðurkenndur af Verslunarráðinu í Madrid og háskólanum í Alcalá sem tryggir gæði námsins og þjónustunnar.
Kennarar eru allir sérhæfðir í spænskukennslu fyrir útlendinga og mismunandi námskeið eru í boði; jafnt við hæfi þeirra sem vilja bæta almenna spænskukunnáttu sína sem og hinna sem vilja bæta við kunnáttu á sérstöku sviði, svo sem í ferðamálum, stjórnun, viðskiptum, eða spænskukennslu. Aðbúnaður og aðstaða eins og best gerist og gisting á “Residence” er fyrsta flokks og með einkasundlaug.
UM SKÓLANN | GISTING | NÁMSKEIÐ | UM NERJA
Nerja er 20.000 manna borg í 50 mín. fjarlægð frá flugvellinum á Malaga og býr yfir sönnum „karakter“ Andalúsíu. Nerja er umkringd fjöllum á aðra hlið og horfir við ströndinni á hina. Loftslagið gæti vart verið betra og meðalhiti ársins er 20°C. Nerja er aldagömul borg og þekkt fyrir gestrisni íbúanna sem viðhalda hefðum svæðisins og því eru reglulega í gangi hátíðir af ýmsu tagi. Flamingo dansinn er ein afmörgum hefðum á þessu svæði. Í frítímanum er hægt að hafa nóg fyrir stafni eins og að skoða menningu og minjar, stunda fjallgöngur, eða flatmaga í sólinni.