The Glasgow School Of Art
The Glasgow School of Art var stofnaður árið 1845 og því einn af elstu sjálfstætt starfandi listaskólum á Bretlandseyjum. GSA er miðstöð sköpunar sem vinnur að því að bæta stöðu hönnunar og uppfylla þarfir þess samfélags sem hann er hluti af. Gildi skólans miða að því að byggja upp framsækið og hugmyndaríkt fólk á sviði skapandi greina. Glasgow School of Art er með aðsetur miðsvæðis í Glasgow, stærstu borg Skotlands, sem er af mörgum talin ein af fremstu menningarborgum Evrópu.
GSA er með skarpan fókus á listir og hönnun og rannsóknir því tengdar. Aðferðafræði skólans byggir á „vinnustofu-umhverfi” sem aðferð við rannsóknir og kennslu. Með þeim hætti er beitt fjölþættri nálgun við að leysa vandamál samtímans með nýbreytni og aga. Vinnustofan skapar einnig andrúmsloft sem hvetur til tilrauna og auðveldar gerð frumgerða.
Skólinn skiptist í fjögur svið: Mackintosh School of Architecture • School of Design • School of Fine Art • School of Innovation and Technology og býður fjölbreytt nám í arkitektúr, innanhússhönnun, listum, ljósmyndun, stafrænni miðlun, vöruhönnun, hönnunarverkfræði, tísku og textíl.
GSA er alþjóðlega viðurkenndur sem ein af fremstu menntastofnunum á sínu sviði og er í hópi 10 bestu hönnunar- og listaskóla heimsins og sá 8 besti í Evrópu. (QS World University Ranking). Um 1.900 nemendur stunda nám við GSA árlega og kennarar eru um 400 talsins. 70% kennara sinna rannsóknum sem eru háðar alþjóðlegu mati og 50% rannsókna hefur fengið alþjóðlega viðurkenningu.
Architecture (Dip Arch) • Architecture by Conversion • Architectural Studies • Art Writing • Communication Design • Curatorial Practice (Contemporary Art) • Design Innovation & Citizenship • Design Innovation & Collaborative Creativity • Design Innovation & Environmental Design • Design Innovation & Interaction Design • Design Innovation & Service Design • Design Innovation & Transformation Design • Fashion + Textiles • Fine Art Practice • Graphics Illustration Photography • Heritage Visualisation • Interior Design • International Management & Design Innovation • Master of Fine Art • Master of Research • Medical Visualisation & Human Anatomy • PG Cert HE Learning & Teaching in the Creative Disciplines • PG Cert Supervisory Practices in the Creative Disciplines • Product Design Engineering • Serious Games and Virtual Reality • Sound for the Moving Image. Sjá nánar:
3 D Modelling (Margmiðlun) • Architecture (BArch) • Architecture (DipArch) (Arkitektúr) • Communication Design (Stafræn miðlun) • Engineering with Architecture (Hönnunarverkfræði) • Fashion Design (Fatahönnun) • Fine Art Photography (Ljósmyndun) • Games and Virtual Reality (Leikjahönnun) • Interaction Design (Gagnvirk hönnun) • Interior Design (Innanhússhönnun) • Painting & Printmaking (Listnám) • Product Design (Vöruhönnun) • Product Design Engineering (Hönnunarverkfræði) • Sculpture & Environmental Art (Listnám) • Silversmithing & Jewellery (Silfursmíði og skartgripahönnun) • Sound for the Moving Image (Hljóðhönnun og -tækni) • Textile Design (Textílhönnun). Sjá nánar:
“Accommodation Services” hjá GSA veita upplýsingar og aðstoð við húsnæðisleit, hvort heldur er á eigin vegum eða í húsnæði skólans. Fyrsta árs nemar hafa forgang á húsnæði í heimavist “Residence”. Sjá nánar: